Leita í fréttum mbl.is

Og hvaðan fær LV þessa 8 milljarða? - og hvernig þjónar þetta hagsmunum okkar?

Ég furða mig á því að fyrirtæki eingöngu í eigu okkar [þjóðarinnar] skuli án nokkrar umræðu geta bara farið af stað og stofnað dótturfélag og sett í það 8 milljarða.

  • Hefði haldið að það þyrfti að sýna fram á að hagur okkar sem eigum fyrirtækið mundi batna við þetta. Ekki held ég að það lækki orkureikninga einstaklinga þegar að allur hagnaður er settur í etthvert fyrirtæki sem ætlar að vinna verk erlendis. Sé ekki að þau skili hagnaði fyrir en eftir áratugi í fyrsta lagi.
  • Hefur verið talað um fjárfestingar í þessum geira séu áhættufjárfestingar. Og það er nokkuð ljóst að við nýtum ekki orku eða annað frá þessum fjárfestingum erlendis.
  • Ef að tap verður af þessum fjárfestingum verður því óhjákvæmilega velt út í verðlag á rafmagni til okkar sem rekum heimili og lítil fyrirtæki. Stóru notendur rafmagns hér á landi eru með samninga um ákveðið verð áratuga fram í tímann.
  • Ef að vel gengur þá verður þetta væntanlega selt til einkaaðila.

Mér finnst að fyrirtæki sem eru í eigu ríkis og sveitarfélaga og eru stofnuð til að tryggja fólki vörur, orku eða þjónustu hafi bara ekki leyfi til að gera svona án nokkrar umræðu.

Held að þetta sé leikur í fléttu til að einkavæða jafnvel eindavinavæða LV í hlutum.


mbl.is Landsvirkjun hefur útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð Símonarson

Ég er sammála þér og mættu þessir peningar (tvísköttun??) fara í betri málefni, þ.e. til samfelagsins en ekki til útrásapésa. Ef við deylum 8.000.000.000 með 300.000 þá fáum við töluna 26666,666666666666666666666666667.

Svo er allt þetta helvítis pakk gynkeypt af alheimsstefnunni/spillingunni.

Kær kveðja Alli. 

Alfreð Símonarson, 16.12.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband