Leita í fréttum mbl.is

Óperuhús samþykkt í Kópavogi

Var að lesa á bloggi oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi að það var samþykkt einróma í Bæjarstjórn Kópavogs að skaffa lóð undir Óperuhús í Kópavogi. Ég hef ekki verið talsmaður þess að þetta hús kæmi a.m.k. ekki á þann stað sem rætt hefur verið um en það er á reit fyrir neðan Kópavogskirkju í klesst við Borgarholtið. Mér finnst að að hús af þessari stærð rýri þetta svæði og skemmi enn frekar þennan fallega reit sem þar er. Nú veit ég ekki hvort að húsið er endanlega ákveðið þarna en óttast það.

Þá er á blogginu hennar Guðríðar vitnað í skýrslu frá Nordica ráðgjöfehf þar sem sett er fram áætlun sem gerir ráð fyrir frá 140.000 gestum í húsið til um 260 þúsund gestum. Miðað við að húsið á að taka um 800 manns í sæti minnir mig finnst mér þetta nokkuð mikil bjartsýni. Því að 260 þúsund gestir þýðir að húsið er fyllt 360 sinnum á ári. Held að það sé nú full mikil bjartsýni.

En segjum svo að það heppnist sem að ofan er reyfað þ.e. að alla daga sé húsið fullt a.m.k. 1x það þýðir að um 600 bílar þurfa að komast fyrir þarna vegna þessa húss. En þarna á sama svæði er líka Salurinn sem tekur um 300 manns í sæti og þar bætast við 150 til 200 bílar. Þá er þarna stórt bókasafn sem þarf a.m.k. pláss fyrir 20 til 30 bíla heldur maður. Ekki nóg með það heldur er þarna líka Gerðarsafn þar sem haldnar eru listsýningar og þangað koma gestir líka hundruðum saman. Því má ætla að þegar allir staðirnir eru í gangi í einu verði þarna á annað þúsundi bílar sem þurfa að komast til og frá og fá stæði. Og þá er komið að því að þarna er bara ein leið fyrir fólk að fara sem kemur frá Reykjavík. Og það er óvart sama leið og þúsundir Kópavogsbúa þurfa að nota til að komast heim til sín. M.a. þarf ég að fara þarna um oft á dag. Mér óar við þessu og vona heitt og inilega að annar staður verði fundin fyrir þetta hús.

Það kom mér líka á óvart að á bæjarstjórnarfundi kom fram að ríki og Íslenska Óperan ætla að ábyrgjast rekstur hússins. Hef ekki heyrt þetta nefnt t.d. á Alþingi. Rekstur svona hús kostar væntanlega hundruð milljóna á ári. Hefði haldið að  svona skuldbinding væri tilkynnt opinberlega frá ráðherra.

Ég hef haldið því fram að vegna takmarkaðs markaðar þrífist svona hús varla þegar tónlistarhúsið er líka komið við höfnina í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband