Leita í fréttum mbl.is

Jólahugvekja Magga B

Ég er og hef verið síðustu áratugina. Og með því að fylgjast með um ræðu um trú þessa dag hef ég algjörlega samfærst um að leið mín og kristinnar trúar á ekki saman. Þetta á reyndar við um flest og í raun öll trúarbrögð sem ég þekki eða hef heyrt af.

Mér er það lífsins ómögulegt að skilja nokkur megin atriði í kristinni trú:

  1. Guð er almáttugur: Og hann skapaði heiminn og manninn í sinni mynd. Og hefur síðan með einni undantekningu horft upp á allar þær hörmungar sem hafa dunið yfir manninum. Jafnt trúuðum sem þeim sem trúa ekki á Guð. Hann sendi son sinn til jarðar til að boða manninum kærleik og taka á sig syndir manna. En mér finnst það lélegur árangur því að heimurinn hefur andskotans ekkert batnað síðan að Jesús var og hét.
  2. Allar þær túlkanir sem hafa verið á því hvað Guð og Jesú eiga að hafa sagt og meint. Þannig byggjum við hér á landi á túlkunum Lúters frá því á 15 öld. Kaþólikkar byggja á trú sem hefur í veigamiklum atriðum breyst á síðustu öldum.
  3. Fjöldi kirkjudeilda hver með sína skýringu á biblíunni.
  4. Gamlatextamennið sem flestir sagnfræðingar eru sammála um að séu að stórumhluta saman safn flökku - og þjóðsagna sem er raðað saman til að mynda eina heild.
  5. Furðulegt hversu Guð hin almáttugi skipti gjörsamlega um skoðun þarna fyrir 2007 árum og umturnaði öllu sem hann hafði áður sagt.
  6. Furðulegt að kristnir líta á Ísrael sem fyrirheitnalandið sem lifir af heimsendi sem allir bíða eftir. EN það er bara alls ekki kristið land. Og hagar sé bara alls ekki sem slíkt.
  7. Þá finnst mér furðulegt miðað við að Guð sé almáttugur að hann skuli drita kraftaverkum svona hér og þar en lætur síðan  foreldra deyja frá ungum börnum og ung börn veikjast og kveljast og jafnvel deyja.
  8. Held að trúarbrögð sé tæki fólks sem getur ekki sætt sig við að við fæðumst lifum og deyjum og síðan ekki meira.
  9. Sé ekki að trúarbrögð skili fólki betri heilsu, meira langlífi, betra lifi en þeirra trúlausu.
  10. Ég til að menn sem eru á sæmilegum launum frá ríkinu og rukka svo aukalega fyrir alla þjónustu við fólk auk þess sem þeir eru menntaðir í skóla með styrkum frá ríkinu, geti ekki verið þeir fulltrúar Guðs sem lýst er í Biblíunni.

Þetta eru bara nokkur atrið sem eru að veltast fyrir mér. Nú ber þess þó að geta að ég hef ekki sagt mig úr þjóðkirkjunni, börnin mín eru skírð og dóttir mín er fermd og hin gerir það líklega líka. Því ég vill ekki taka ákvörðun fyrir þær. Þær geta síðan sagt sig úr kirkjunni síðar. Ég kem til með að gera það þegar ég finn gjöldum mínum betri farveg. T.d. ef þau mundu ganga til hjáparstarfs. Vill ekki borga til HÍ sérstaklega.

Jam þetta var Jólahugvekja mín.

Gleðileg Jól

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Gleðileg Jól um leið og ég vísa til bloggs míns á Jóladag.
Var að visu á  tímabili efins eins og þú ungur maðurinn, en með tímanum sannfærðist ég  meir og meir eins og blogg mitt gefur til kynna og sem ég vísa til. Og enn og aftur gleðileg jól!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.12.2007 kl. 00:54

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég dreg ekkert úr því að Sigurbjörn og sonur hans eru menn sem trúa því sem þeir boða. Og sér í lagi ber ég virðingu fyrir Sigurbirni. En ég er ekki hrifinn af því þegar að menn ætla sér stuðning út á fornar eignir kirkjunar jafn vel þó Sigurbjörn segi það. Væri gott að einhver spyrði þessa klerka út í það hvað kirkja er og af hverju kirkjan átti þessar eignir. Held að hún hafi harkað þær af fólki hér í gegnum aldirnar. Og ég hélt að kirkja væri fólkið sem er söfniðinum. Ekki eitthvað eignarhaldsfélag.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.12.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband