Leita í fréttum mbl.is

Ekki nokkur leið að trúa þessum greiningardeildum

Þetta eru sömu greiningardeildir og spáðu því í október/nóvember enn að hlutabréf mundu hækka í lok ársins þannig að heildahækkun 2007 yrði a.m.k. 30%

Eins eru þetta hluti fjármálafyrirtækja sem hika ekki við að kaupa hluti í sjálfum sér til að að laga stöðu þeirra á markaði.

Það vantar tilfinnanlega hér á landi óháða greiningardeild með aðgang að nægum upplýsingum til geta gefið út óháð möt á aðstæðum.

Þetta eru menn sem ekkert hafa sagt síðustu misseri en að allt sé hér í lukkunnar velstandi en nú allt í einu segja þeir að hér sé lausafjárþrenning.

Þetta eru sömu menn og voru bönkunum til ráðgjafar þegar bankarnir hófu innreið sína á fasteignamarkaðinn og hleyptu hér öllu í bál og brand.

 Þessar sömu greiningardeildir samanstanda að mestu af ungu fólki sem voru börn eða ófædd þegar að síðast var hér óðaverðbólga.  Þetta eru líka ungt fólk sem hefur aðeins í unnið í efnahags umhverfi sem nær óslitið verið í vexti.

Nú sakna ég þjóðhagsstofnunar!


mbl.is Spáir því að vextir lækki hraðar en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar alveg magnað að fylgjast með fréttum af hlutabréfamarkaðnum um þessar mundir. Allir logandi hræddir um að styggja einhvern og "tala markaðinn niður." Enginn einasti maður tilbúinn að lýsa raunverulegum aðstæðum, þ.e.a.s að ákveðnir menn hafi síiðustu ár farið offarið á markaðinum, krosseignatengsl séu slík, að viðskiptablokkir ráði nánast sjálfir gengi bréfa sinna, innherjaviðskipti séu dagleg og þar fram eftir götunum. Viðskiptasiðferði á því plani að De Code þjófnaðurinn um árið, er ekkert tiltökumál. Enginn tilbúinn að segja HÆTTIÐ AÐ KAUPA!

Óháð greiningardeild á Íslandi, það held ég að sé fjarlægur draumur, ÓHÁÐ hérna?, ha ha ha

Hitler á peysufötum (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband