Leita í fréttum mbl.is

Þetta lýsir viðskiptasiðferði hér á Íslandi

Var að hlusta á ruv áðan þar sem var verið að ræða um sátt sem kortafyrirtækin voru að gera um sektargreiðslur vegna samráðs kortafyrirtækjanna við að koma nýjum aðila út af markaði. Þetta lýsir viðskiptum hér vel. Við munum eftir hvernig tryggingafélög létu þegar að Skandia og síðar FÍB tryggingar reyndu að ná markaði hér með lægri verð. Hvernig olíufyrirtæki létu lika þegar Irwin oil ætlaði að koma á markað.

Það er náttúrulega með öllu ólíðandi að bankar og fjármálastofnanir fái að eiga saman fyrirtæki á fjármálamarkaði. Eins þetta apparat sem kallast Samtök banka og sparisjóða. Þetta eru náttúrulega vettvangur fyrir þessar stofnanir til að eiga samráð og kemur algjörlega í veg fyrir samráð. Þetta á einnig við um Reiknisstofnun bankana.

Það sárasta í þessu er að seðlabankinn á í einu af þessum fyrirtækjum sem staðin voru að samráði á kortaviðskipamarkaðnum.

Fréttin af ruv.is

Kortafyrirtæki játa samráð

Greiðslukortafyrirtækin VISA og Mastercard hafa viðurkennt langvarandi og víðtækt ólögmætt samráð. Fyrirtækin tvö, auk Fjölgreiðslumiðlunar sem tók þátt í samráðinu að hluta, greiða ríflega 700 miljóna króna sekt samkvæmt sérstakri sátt sem þau hafa gert við Samkeppniseftirlitið.

Kortaþjónustan, keppinautur fyrirtækjanna, segist hafa orðið fyrir umtalsverðu fjárhagstjóni vegna samráðsins.

Í nóvember árið 2002 hóf danskt fyrirtæki PBS International samkeppni við Visa og Mastercard og bauð söluaðilum örari útborgun en íslensku fyrirtækin. Þetta töldu stjórnendur Greiðslumiðlunar (VISA) að gæti minnkað arðsemi fyrirtækisins og ákváðu að bola PBS út af markaðinum. Það yrði einnig viðvörun öðrum sem hyggðu á samkeppni. Þetta kemur fram á minnisblöðum og í tölvupóstum sem Samkeppnisstofnun lagði hald á.

VISA, sem hafði stöðu sinnar vegna upplýsingar um viðskiptavini PBS, bauð viðskiptavinunum sérstök kjör og tilboð, þá beitti VISA tæknilegum hindrunum til að gera viðskiptavinum PBS erfiðara um vik við sölu og beitti VISA Europe þrýstingi til að hindra starfsemi PBS hér á landi. Þá höfðu VISA og Mastercard með sér margvíslegt ólögmætt samráð til að koma í veg fyrir samkeppni frá PBS.

Fyrirtækin tvö áttu frumkvæði að samráðinu en Fjölgreiðslumiðlun tók þátt í því. Samráðið fólst m.a. í því að fyrirtækin skiptust á upplýsingum um markaðshlutdeild og verðlagningu. Sumarið 2006 gerði Samkeppniseftirlitið húsleit hjá Greiðslumiðlun og Kreditkortum vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Í kjölfarið var gerð húsleit hjá Fjölgreiðslumiðlun í vor.

Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að fyrirtækin þrjú hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið og greiða ríkissjóði samanlagt 735 miljón króna í sekt. Sekt Greiðslumiðlunar, sem nú heitir Valitor, betur þekkt sem VISA, er 385 miljónir fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á árunum 2002 til 2006, Kreditkort, sem nú heitir Borgun, betur þekkt sem Mastercard, greiðir 185 miljónir og Fjölgreiðslumiðlun er sektuð um 165 miljónir króna.

Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, keppinautar fyrirtækjanna, segir í tilkynningu að fyrirtækið hafi orðið fyrir umtalsverðu fjárhagstjóni vegna samráðsins og muni höfða skaðabótamál á hendur fyrirtækjunum. Brotin snúa að svokallaðri færsluhirðingu, þjónustu við söluaðila sem til að mynda veitir honum heimild til að taka við greiðslum með greiðslukortum. Greiðslumiðlun var í markaðsráðandi stöðu á þeim markaði en Fjölgreiðslumiðlun er í sameiginlegri eigu viðskiptabankanna, sparisjóðanna, VISA, Mastercard og Seðlabanka Íslands.

Og þetta er örugglega grasserandi víða

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband