Leita í fréttum mbl.is

Ekki þurfti mikið til að gleðja Ólaf!

Mér finnst nú ekki hægt hvað fólk talar lítið um þennan málefnasamning. Mér fannst hann barandari.

  • Það á ekki að flytja Reykjavíkurflugvöll á tímabilinu. En það á að halda athugunum áfram. Það stóð ekkert til að flytja völlinn á þessu tímabili.
  • Það á að reyna að halda í götumynd Laugarvegar eins og hægt er? Bíddu þetta segir ekki neitt því að við þetta eru sett orðin eins og hægt er.
  • Það á að vera ókeypis í strætó fyrir unglinga og fullorðna. Það hefur svona fram að þessu.
  • Mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut/Miklubraut og Sundabraut í göng. Þetta hefur nú verið í vinnslu
  • Örva almenningssamgöngur: Sjálfstæðismenn hafa staðið fremst í flokki í að sauma að Strætó og hafnað frekari framlögum. Eins hafa þeir talað um að fólk ætti að hafa rétt á að einkabílar hefðu forgang.
  • Leiguíbúðir 100 á ári. Mér skilst að það sé nú bara nokkuð venjuleg aukning.
  • Hjúkrun og heimaaðstoð samþætt. Þetta hefur jú staðið til. Og er að einhverju leiti verkefni ríkisins sem hefur boðað aukna samþættingu.

Það er nú ekki margt sem þarf til að gleðja Ólaf. Hann endanlega útilokar að nokkur vilji vinna með honum í framtíðinni og gjörsamlega rústar ímynd sinni sem hugsjónamanns í pólitík. Nú vitum við að það er allt leyfilegt hjá honum fyrir vegtyllur

Smá viðbót fann þennan málefnalista svo í heild sinni og þetta segir ósköp lítið um hag hins almenna reykvíkings.

  • Reykjavíkurflugvöllur verður sýndur í óbreyttri mynd á aðalskipulagi á meðan rannsóknir standa yfir vegna nýs flugvallarstæðis á höfuðborgarsvæðinu. Ekki verður tekin ákvörðun um flutning Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu.
  • Leitað verður leiða til að varðveita 19. aldar götumynd Laugavegarins og  miðborgarinnar eins og kostur er.
  • Framkvæmdir hefjist sem fyrst við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. 
  • Staðarvali og annarri undirbúningsvinnu vegna lagningar Sundabreytar verði lokið sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist.
  • Áhersla verður lögð á að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.
  • Almenningssamgöngur verða efldar. Tilraun um frían aðgang fyrir ákveðna hópa verði haldið áfram. Fargjöld í strætisvagna verði felld niður hjá börnum og unglingum að 18 ára aldri sem og öldruðum og öryrkjum. Unnið verði að því að bæta leiðakerfið og þjónustu við farþega.
  • Fjölgun hjúkrunarrýma og þjónustuíbúða fyrir aldraða.
  • Efling og samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar.
  • Tekjumörk vegna niðurfellingar fasteignaskatta fyrir elli- og örorkulífeyrisþega verða hækkuð verulega.
  • Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði verða lækkaðir á árinu.
  • Félagslegum leiguíbúðum Reykjavíkurborgar verður fjölgað um 100 árlega 2008-2010 eða um samtals 300 á tímabilinu. 
  • Framboð lóða fyrir fjölskyldur og atvinnurekstur verður tryggt.
  • Þjónusta leikskóla og grunnskóla verður aukin og faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra styrkt.
  • Unnið verður að því að auka öryggi í miðborg Reykjavíkur í samvinnu við lögreglu, íbúa og rekstaraðila.
  • Átak verður gert við merkingu og varðveislu sögufrægra staða í borginni.
  • Lögð er áhersla á verndun óspilltrar náttúru og að dregið verði úr mengun í borginni þannig að tryggja megi íbúum vistvænt og öruggt umhverfi.
  • Orkuveita Reykjavíkur og orkulindir þeirra verða áfram í eigu almennings.

 

 


mbl.is Allt upp á borð varðandi REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband