Leita í fréttum mbl.is

Er þetta meirihlutinn sem ætlaði að hagræða á móti lækkun fasteignagjalda

Samkvæmt visir.is kaupir borgin þessi hús á 580 milljónir. Þessa kofa! Og síðan er áætlað að það kosti a.m.k. um 320 milljónir endurbyggja þau. Og svo á að selja þau.
Og hver kaupir verslunarhús sem voru hönnuð sem íbúðar, verslunar og iðnaðarhús miðað við þarfi fólks um 1900. Ekki viss um að borgin fái mikið inn á móti.
Verð að segja að þessi kaup eru með því mesta sukki sem ég hef heyrt um. Síðan er þetta ávísun á að eigendur fleiri húsa á þessu svæði komi í kjölfarið og fari fram á að fá að rífa sín hús og kanni hvort að Reykjavík kaupi þau ekki líka á okurverði.

Og þessi kostnaður sem að Reykjavík leggur í þessi hús er mun meiri en kostnaður Borgarinnar við lækkun fasteignagjalda!

Síðan á að halda áfram að hafa flugvöllinn í Vatnsmýri sem ég heyrði að kæmi í veg fyrir eða hefði áhrif á um 300 hektara svæði við miðbæinn. Hann hefur áhrif á hæð bygginga frá Seltjarnanesi og til Kópavogs.

Bendi á góða pistila Egils Helgasonar um þetta mál hér og hér


mbl.is Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kostningum, vegna þess að ég taldi að fulltrúar hans færu betur með fjármuni okkar borgarbúa heldur en vinstriskríllinn (sorry, en eftir síðustu uppákomu hefur orðið skríll fests við VG- og Samfylkingarfólk í mínum huga) sem hefur ítrekað í gegnum árin sýnt og sannað að hann ber enga virðingu fyrir almanna fé.   Eftir þennan hálfvitaskap af hálfu sjálfstæðismanna hef ég misst alla trú á fulltrúum flokksins í borgarstjórn.

Það er ekki bara að þarna sé verið að sólunda a.m.k. 500 milljónum (endar sennilega í enn hærri tölu, skv. reynslu af opinberum framkvæmdum), heldur þýðir þetta líka að þróun Laugavegarins og miðbæjar Reykjavíkur stöðvast og hnignunin heldur áfram, þar til að eftir stendur algjört "slömm", því fjárfestar munu eftir þetta alveg örugglega draga að sér hendurnar.

Þetta er líka heimskulegt fyrir nýjan meirihluta, sem veitir ekki af að reyna að öðlast stuðning og traust borgarbúa, í ljósi þess að skoðanakannanir hafa sýnt að 80% borgarbúa eru á móti því að þessir húskofar, sem ef eitthvað er, eru lýti á menningarsögu okkar, verði þarna áfram.

Ég lít á þetta sem svik við fólk sem aðhyllist grundvallar stefnu Sjálfstæðisflokksins!

María J. (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband