Leita í fréttum mbl.is

Lækkun c.a. um 412 kr á 90 fm íbúð á mánuði.

Held að fólk verði fyrir vonbrigðum með þessa lækkun. Hún er um 412 kr á mánuði á meðal íbúð. Eða um 5.000 kr á ári.

 En með hækkun fasteignamats þá eru gjöldin í heild sennilega hærri en í fyrra.


mbl.is Álagningarseðill fasteignagjalda birtur að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvernig væri þá að fá hækkun? Ef vinstrimenn hefðu hækkað jafnvirði þessara lækkunar, þá erum við að tala um krónutölu sem skiptir máli fyrir marga. Og þessi lækkun var sérstaklega mikilvæg vegna hækkun á fasteignamati, klikkaður þessi fyrri meirihluti  að ætlast til að hækka fasteignagjöld... en kemur svo sem engum á óvart að vinstrimenn hækka skatta og gjöld þegar þeir ná völdum.

Reynir (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 16:29

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er vissulega viðleitni hjá Reykjavík en ég held að fólk hafi almennt talið að um mun meiri lækkun væri að ræða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.1.2008 kl. 17:51

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fyrri meirihluti ætlaði ekki að hækka í Reykjavík heldu hafa álagningarprósentu óbreytta. Hækkunin var vegna þess að verðmæti eignana jókst.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.1.2008 kl. 17:53

4 Smámynd: Einar Jón

Reynir Ef vinstrimenn hefðu hækkað...

Þetta er kjaftæði. Vinstrimennirnir voru að byrja að senda út seðla með óbreyttri prósentu frá í fyrra, ekki hærri prósentu. Þeir ætluðu semsagt að græða á hækkun fasteignagjalda með því að lækka ekki prósentuna.

Og gjöldin eru hærri en í fyrra, þrátt fyrir þessa lækkun.

Einar Jón, 28.1.2008 kl. 17:57

5 Smámynd: Einar Jón

hér átti ég við "ætluðu semsagt að græða á hækkun fasteignamats", en Magnús var á undan mér að benda á það.

Einar Jón, 28.1.2008 kl. 17:59

6 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Vissulega hefði þetta mátt vera meiri hækkun..

En það er hægt að kaupa nokkrar pizzur fyrir 5þúsundkall. Eða safna fyrir jeppa.

Ég vona bara að þessi lækkun (eða áframhaldandi lækkun) skili sér inn á leigumarkaðinn.

Viðar Freyr Guðmundsson, 28.1.2008 kl. 18:42

7 identicon

Ég fæ út enn minni lækkun, rétt rúmlega 2 þúsund m.v. 80 fm íbúð sem ég er í. Það er bara fasteignaskatturinn sem lækkar - afgangurinn af fasteignagjöldunum (holræsagjald, ... sem er jafn stór hluti fyrir mína íbúð eins og fasteignaskattarnir) lækkar ekki.

SBB (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 20:39

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég verð nú að gera þá játningu að ég bý ekki í Reykjavík og þar af leiðandi er ég að skipta mér að málum sem mér kemur ekki við. En ég hefði haldið að stjórnendur sem hafa efni á að kaupa ónýt hús við Laugaveg fyrir tæp 600 milljónir hefðu kannski verið búnir að finna fé til að lækka þessi gjöld enn frekar. Miðað við að ég held Ólafur sagði að þessi lækkun kostaði undir 200 milljónum fyrir Borgarsjóð þá hefði sá peningur dugað fyrir 10% lækkun í viðbót. En svo er það alltaf spurning um forgangsröðun.

Það er t.d. held ég ljóst að til þess að mæta kostnaði við t.d. þessa liði úr "málefnasamningi nýja meirihlutans verður mikill:

  • Áhersla verður lögð á að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.
  • Almenningssamgöngur verða efldar. Tilraun um frían aðgang fyrir ákveðna hópa verði haldið áfram. Fargjöld í strætisvagna verði felld niður hjá börnum og unglingum að 18 ára aldri sem og öldruðum og öryrkjum. Unnið verði að því að bæta leiðakerfið og þjónustu við farþega.
  • Fjölgun hjúkrunarrýma og þjónustuíbúða fyrir aldraða.
  • Efling og samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar.
  • Tekjumörk vegna niðurfellingar fasteignaskatta fyrir elli- og örorkulífeyrisþega verða hækkuð verulega.
  • Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði verða lækkaðir á árinu.
  • Félagslegum leiguíbúðum Reykjavíkurborgar verður fjölgað um 100 árlega 2008-2010 eða um samtals 300 á tímabilinu. 
  • Framboð lóða fyrir fjölskyldur og atvinnurekstur verður tryggt.
  • Þjónusta leikskóla og grunnskóla verður aukin og faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra styrkt.
  • Unnið verður að því að auka öryggi í miðborg Reykjavíkur í samvinnu við lögreglu, íbúa og rekstaraðila.
  • Átak verður gert við merkingu og varðveislu sögufrægra staða í borginni.
  • Lögð er áhersla á verndun óspilltrar náttúru og að dregið verði úr mengun í borginni þannig að tryggja megi íbúum vistvænt og öruggt umhverfi

Þarna þarf ófáa milljarða. Sérstaklega bendi ég á Þjónusta leikskóla og grunnskóla verður aukin og faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra styrkt En þarna einmitt er talað um að sárvanti fólk og því hlýtur þess að sjást staður í næstu kjarasamningum. Fólk er almennt að ræða um að það vanti umtalsvert upp á að laun fólks í þessum geirum samræmist ábyrgð, vinnuálagi og launum á almenna markaðnum. Jafn verl svo skipt tugum eða hundruðum þúsunda á mánuði.

Og eins er það fyrir fólk í heimaaðstoð og félagsþjónustu. En D listinn og Ólafur byrja á því að kasta til á bilinu hálfum til heilum milljarði í hús sem flestir eru á að hefðu mátt víkja fyrir húsum sem betur pössuðu í umhverfið. [ég er ekki að tala um þetta hótel sem alls ekki í neinu samræmi við nágrenið.]

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.1.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband