Leita í fréttum mbl.is

Ekki skrýtið að SPRON skuli lækka. Stjórnarformaður hafði ekki mikla trú á félaginu

Var að lesa eftirfarandi á visir.is

Hildur Petersen, stjórnarformaður SPRON, segist hafa selt hluta af hlut sínum í félaginu áður en það fór á markað. Þetta kom fram í hádegisviðtali Markaðarins í dag.

Stjórn SPRON hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að birta ekki upplýsingar um sölu stjórnarmanna á hlutum í félaginu áður en það fór á markað. Hafa samtök gagnrýnt svör fyrirtækisins vegna þess. Þar hefur komið fram að SPRON hafi ekki verið heimilt að birta opinberlega upplýsingar um viðskipti stjórnarmanna „þar sem það var talið geta valdið ruglingi við hlutabréfamarkaðinn."

Hildur sagði í viðtalinu að settar hefðu verið reglur um stofnfjármakað sem Fjármálaeftirlitið hefði blessað og fyrirtækið hefði farið í einu og öllu eftir því. Það væri regluvörður innan fyrirtækisins sem samþykkti öll viðskipti innherjaviðskipti hjá SPRON.

Aðspurð um sölu stjórnarmanna á hlutum í SPRON fyrir skráningu á markað sagði Hildur að hún gæti ekki upplýst fyrir aðra en hún hefði sjálf selt. Hún hefði verið að kaupa og selja í félaginu og fyndist það í lagi því hún hefði farið eftir bestu samvisku og bestu reglum.

Aðspurð hvort hún hefði ekki haft trú á fyrirtækinu sagði Hildur að hún hefði hana. Aðspurð hvers vegna hún hefði viljað eiga hlut áfram sagði Hildur: „Kannski vildi ég eiga minni hlut í því af því að þessi hlutur hafði vaxið mikið. Gengið hafði hækkað mikið."

Síðar segir hún:

Hildur var einnig spurð hvort ímynd SPRON hefði ekki beðið hnekki við þessa umræðu og svaraði hún því til að hún héldi að svo væri ekki. Markaðsaðstæður hefðu verið erfiðar þegar SPRON fór á markað en fyrirtækið hefði allt eins getað hækkað


mbl.is Úrvalsvísitalan lækkar um 1,59%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú hugmynd um hvað hún seldi mikið af hlut sínum?
Nei það held ég ekki.
Fólk selur og kaupir almennt, jafnvel þótt það sé í stjórnum, og þar kannski að nota penngana í annað.

nafnlaust (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En hún seldi sinn hlut rétt áður en SPRON fór á markað

Bendi á að fleiri hafa tekið eftir þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.2.2008 kl. 11:03

3 identicon

Þú veist ekkert hversu hár hlutur það var

gs (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 11:19

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Veistu það skiptir ekki máli. Þegar að eitthvað fyrirtæki er að fara á hlutabréfamarkað þá er það ekki gott til afspurnar að stjórnarformaður byrji á að selja bréfin áður.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.2.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband