Leita í fréttum mbl.is

Hlutabréfamarkaður leikur með tölur?

Hef verið að hugsa um þetta fall á hlutabréfum síðustu mánuði. Og í framhaldi farið að velta fyrir mér hvað fjármálalífið hér og reyndar annarsstaðar er orðið skrýtið. Nú í dag virðast nær öll stærri fyrirtæki hér á Íslandi lifa og starfa við það að ávaxta peninga sem þeir hafa fengið að láni og keypt fyrir í öðrum fyrirtækjum.

Það er mun minna um það að þessi stærstu fyrirtæki hafi hagnað af eigin framleiðslu. T.d. Bankarnir eru stórfjárfestar í öðrum fyrirtækjum og lána öðrum til að fjárfesta í hlutabréfum. Það er ekki fyrr en nú síðustu vikur sem að bankarnir eru aftur farnir að leggja áherslu á að hvetja fólk til að spara og ávaxta peninga þeirra og hagnast svo um vaxtamun. Þeir hafa lagt áherslu á að fá fólk til að taka lán á háum vöxtum og verðtryggingu því að bankarnir taka sýn lán vertryggingarlaust og á mun lægri vöxtum. Því má segja að bankarnir séu svona gegnumstreymis fyrirtæki sem hagnast á þessum lánum eins og hlutabréfum þ.e. að þeir selja bréf og peninga á hærra verði en þeir kaupa á.

Önnur stór fyrirtæki ganga helst út á að ná undir sig fyrirtækjum. Hluta þau niður, skuldsetja þau og hirða hagnaðinn eftir nokkur ár og selja öðrum á hærra verði.

Það eru í raun fá af þessum stóru sem eru skapa það sem maður telur vera raunverulega verðmæti (í fáfræði sinni) Þ.e. vöru sem er framleidd og seld. Það er eitthvað fast í hendi. Þetta er finnst manni núna bara samskipti milli manna við tölvur sem flytja tölur á milli þeirra. Það sjást engin verðmæti eða afurðir. Hvað þá peningar. 

En einhvernvegin finnst mér að það hljóti á endanum að vera einhver nauðsyn á einhver raunveruleg verðmæti séu á bakvið þetta allt. Því annars er þetta eins og pýramída kerfi sem í einhverjum reglulegum sveiflum hrinur í andlitið á fólki.


mbl.is Hlutabréf lækkuðu í byrjun dags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband