Leita í fréttum mbl.is

Og hvað græðir Landsvirkjun á þessu?

Það sem ég er að velta fyrir mér hvað græðir Landsvirkjun á því að stofna Landsvirkjun Power. Mér sýnist að innan þess fyrirtækis sé svona um það bil verk- og framkvæmdarsvið Landsvirkjunar. Þessu fyrirtæki virðist mér vera ætlað að gera allt sem Landsvirkjun gerði áður nema að reka virkjanirnar og selja orkuna. En nú í stað þess að þessi starfsemi væri innan LV þá er staðan væntanlega súr að Landsvirkjun þarf að kaupa þessa þjónustu af dótturfélagi sínu. Það hlýtur að vera eitthvað annað þarna að baki.

 Úr fréttini á mbl.

Landsvirkjun Power er að fullu í eigu Landsvirkjunar og verkefni félagsins felast í undirbúningi, rannsóknum, hönnun og byggingu jarðvarma- og vatnsaflsvirkjana fyrir Landsvirkjun auk sérfræðiráðgjafar.  Landsvirkjun Power er ætlað að taka þátt í hvers konar fjárfestingu á sviði orkumála.  Hjá Landsvirkjun Power starfa um 40 manns sem flestir störfuðu áður á verkfræði- og framkvæmdasviði Landsvirkjunar.

Eins vekur athygli mína að lesa á síðu LV um megin verkefni fyrirtækisins sem er skv. síðunni

  • Aukið verðmæti fyrirtækisins
  • Sterk staða á innlendum orkumarkaði
  • Traust ímynd
  • Árangursríkur, skilvirkur og umhverfisvænn rekstur
  • Markviss þekkingarstjórnun og framþróun
  • Sókn á nýja markaði

Ég hélt í barnaskap mínum að meginhlutverk LV væri að skaffa okkur sem eigum fyrirtækið orku á sem lægstu verði.

Og þó ýmislegt sé gott í framtíðarsýn þeirra þá sé ég ekki hvað ríkisfyrirtæki er að setja síðasta liðin inn hjá sér

Við keppum að því að Landsvirkjun verði:

  • Ábyrgt fyrirtæki sem starfar í anda sjálfbærrar þróunar
  • Sveigjanlegt fyrirtæki sem þekkir og sinnir þörfum viðskiptavina
  • Eftirsóttur og örvandi vinnustaður sem byggir á hæfileikum og frumkvæði starfsmanna
  • Öflugt fyrirtæki á alþjóðavettvangi

Hefði haldið að þarna stæði eitthvað um að þeir miði við að skaffa okkur neytendum/eigendum orku á sem lægstu verði og að orkuverð til almennra neytenda yrði með því lægsta í heiminum.

 

EN með því að skoða síðu Landsvirkjunar og öllum þeim fyrirtækjum sem þeir eru að stofan einir eða í samstarfi við aðra er augljóst að mínu mati að verið er að undirbúa að hluta fyrirtækið niður og selja allt sem seljanlegt er til einkaaðila. Vona að menn séu ekki að hugsa um að afhenda virkjanir eða virkjunarrétt LV til einkaaðila því þá held ég að þjóðin yrði fyrst vitlaus. Ég hræðist líka að þessir drauma LV og eins OR um stóra vinninga í orkuvinnslu erlendis séu áhættustarfssemi af verstu sort. Það sýna líka löndin sem þeir eru að skoða. Suður Ameríka þar sem t.d. þjóðnýtingu hefur reglulega verið beitt. Kína gæti nú blessast en sé ekki hvernig að lönd þar sem að fyrirtæki og neytendur hafa takmarkað fé og geta því ekki greitt mikið fyrir orku, geta verið draumalönd í orkuframleiðslu fyrir okkur.


mbl.is Breytingar á framkvæmdastjórn Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband