Leita í fréttum mbl.is

Ekki segir Gunnar alla söguna!

Eftirfarandi póstur er af póstlista Samfylkingarinnar í Kópavogi:

Á fundinum var rætt um skipulagsmál á Glaðheimasvæðinu og raunar í öllum Kópavogsdalnum. Hugmyndir meirihlutans um uppbyggingu þar til viðbótar við það sem þegar er komið eru tröllvaxnar svo ekki sé meira sagt. Meirihlutinn virðist hafa mótað stefnu um háreysta byggð á þessu svæði og sem dæmi má nefna að gert er ráð fyrir allt að 9 turnum eins og þeim sem þegar er risinn við Smáratorg. Sumir þeirra verða jafnvel tvöfalt hærri en sá turn. Byggingamagn mun verða gríðarlegt á Glaðheimasvæðinu og sunnan við Smáralindina og nú er einnig að fara af stað skipulag við Dalveg, frá Málningu og upp úr. Þar er gert ráð fyrir 60 þús fermetrum til viðbótar við Brimborgarhúsið. Já, eins og ein Smáralind. Þetta hefur mikil áhrif á umferð og verður Dalvegur fjórfaldur og Reykjanesbrautin 12 akreinar!  Þarna verður mesta umferð á Íslandi. Umferðarhávaði og mengun af völdum bílaumferðar mun stóraukast og þetta allt hefur veruleg áhrif á lífsgæði þúsunda Kópavogsbúa sem búa í Lindum, Smára og suðurhlíðum Kópavogs. Í umræðunum á fundinum lagði bæjarstjóri áherslu á að mikið lægi á að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd. Þau hús sem ekki yrðu byggð þarna risu í öðrum sveitarfélögum! Mengun og hávaða frá umferð taldi hann auðvelt að leysa með því að banna nagladekk, söndun og draga úr umferðarhraða. Á mánudagsfundi Samfylkingarinnar í gærkvöldi voru þessi mál til umræðu og mætti fjölmenni á fundinn og ljóst að bæjarbúar munu ekki taka þessu brjálæðislegu hugmyndum þegjandi og hljóðalaust. Málið er nú að fara fyrir samvinnunefnd um skipulag höfuðborgarsvæðisins og þar mun fulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi mæla gegn þeim. Þess má geta að bæjarstjóri sagði að ef fulltrúi Samfylkingarinnar í samvinnunefndinni greiddi atkvæði gegn tillögu meirihlutans hér í Kópavogi þá væri það ekkert annað en hryðjuverk gegn Kópavogi. Þannig er nú veruleiki hans.

Held að menn séu að tapa sér hér í Kópavogi.


mbl.is Smáratorg rifið og háhýsi byggt í staðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það verður seint sagt um Gunnar að það sé ekki kraftur í honum!

Mér finnast þetta flottar hugmyndir.  Síðan þarf að leysa umhverfis- og umferðarmálin samhliða þannig að dæmið gangi upp.

Ég skil ekki af hverju Samfylkingin, hvað þá heldur Kópavogsbúar ættu að vera á móti þessu.  Þeir munu fá miklar tekjur frá þessari starfsemi sem þeir geta notað í ýmiss konar mannbætandi starfsemi í sveitarfélaginu.

Sumir höndla hins vegar illa stórar hugmyndir og verða að fá þær í smærri skömmtum.  Það þýðir að skipulagið verður eins og bútasaumsteppi í stað þess að hægt sé að skipuleggja allt dæmið heildrænt sem ætti að gefa miklu betri niðurstöðu.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 14.2.2008 kl. 10:04

2 identicon

HAHA! Ég á heima í suðurhlíðinni og ég vill ekki sjá þetta ógeð, algjört helvítis kjaftæði. Gunnsi er að drepa bæinn með þessu rugli.

Óánægður (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 10:12

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurður það er kannski einmitt það. Við sem búum þarna nálægt þurfum að komast þarna um. Það hefur yfirleitt verið byggt fyrst og síðan reynt að redda umferðarmálum á eftir. Og það er spurning fyrir okkur sem búum og borgum til Kópavogs hvort við eigum sífellt að sætta okkur við skert lífsgæði bara svo hægt sé að hygla svona stórum verktökum og byggingarfyrirtækjum. Með svona framkvæmdum er ljóst að umferðarmál væru þarna í ólestri um ókominn ár, áratugi. Þegar er búið að skerða lífsgæði hjá þeim sem búa næst Smáratorgi því þar varpar turninn skugga yfirbyggðina og nú á að fara að byggja stærra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.2.2008 kl. 10:26

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er líka vert að geta þess að það býr fólk t.d. hinum megin við Dalveginn. Hverfi sem hefur verið þar í tugi ára. Eins býr fólk í Smárahverfi og hefur búið þar lengi. Eins er með Lindahverfi. Og þegar fólk byggði og keypti í þessum hverfum var ekkert í áætlunum um 20 til 30 hæða hús innan við hundrað metra frá íbúðarhverfum. Þú hlýtur að sjá að t.d. skuggi af slíkum byggingum hér á landi þar sem sólin er lágt á himni er gríðarlegur og umferð verður þarna um sú mesta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu.  Þetta væri skömminni skárra ef þetta hefði verið skipulagt hverfi frá upphafi í þessari mynd og staðsett aðeins frá grónum hverfum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.2.2008 kl. 10:58

5 Smámynd: Fröken M

Sko Gunnar. Það er kominn tími til að byggja meira upp í loftið og þetta hefur burði til að vera flottur kjarni ef vel er að staðið.

Fröken M, 14.2.2008 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband