Leita í fréttum mbl.is

Gunnar Birgisson á eftir að finna það að það eru fleiri en Samfylkingin á móti þessu!

Held að Gunnar sé bara alveg að fara yfirum. Er hann búinn að gleyma því að íbúar sætta sig ekki við hvað sem  er. Minni á lætinn þegar hann ætlaði að byggja stórskipahöfn á Kársnesi, leyfa stórhýsi efst í Smárahverfinu. Hann hlýtur að gera sér grein fyrir því að hans skylda er fyrst og fremst við íbúa bæjarins. Og það eru þeir sem ráða því hvernig bæ þeir vilja búa í. Það er ekki hans og persónuleg tengsl hans við vertaka og fjárfesta sem ráða.

Og að bæjarstjóri láti svona orð frá sér far er út í hött:

 „Tökum ekki mark á Samfylkingunni og höldum okkar striki"
„Það segir Samfylkingin en við tökum ekki mark á því, þeir eru á móti öllum skipulagsmálum hér og hafa alltaf verið.

Hann ætti kannski frekar að hugsa um að lækka útsvar hjá okkur. Bærinn var jú vegna lóðasölu rekinn með bullandi hagnaði upp á 2,5 milljarða. En ekki lækkar útsvarið mitt neitt. Bæjarfélag á ekki að reka með gróðasjónamið í huga. Bærinn á ekki að innheimta meira en hann þarf til að veita góða þjónustu við þá sem þar búa.


mbl.is Gunnar Birgisson: „Höldum okkar striki"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þú tala eins og þetta sé eitthvað athugavert, hvað er að þessu þarna? Á Kársnesinu var það fyrst og fremst umferðin sem fólkið vildi ekki.

Þetta svæði er þannig staðsett að umferð er ekkert vandamál.

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er talið að vegna allra þessara bygginga verði þarna umferðamesta svæði Höfuðborgarinnar. Og ég ég bý ekki langt frá. Og ef að umferðamannvirki og götur verða í stíl við það sem hingað til hefur verið þá verður þarna stöðug umferðarteppa sem fólk í Smáranum, Lindunum og Suðurhlíðum Kópavogs þurfa að búa við. Eins þá er talið að það muni verða skuggar af þessum turnum yfir nálæga byggð.

Og fólkið í Kársnesi mótmælti umferðar aukningu. EN þarna er hugsað á nokkra hektara húsnæði sem mundi rúma 4 til 8 Kringlur. Hvernig heldur þú að þetta verði?

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.2.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og þetta með stóskipahöfn. Ég veit ekki hvað þú kallar það að BYKO ætlaði að reisa þarna gríðar vöruhús og þangað áttu að koma mörg stórskip á mánuði. Stór skip+ höfn = Stórskipahöfn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.2.2008 kl. 13:47

4 identicon

Það sem vekur athygli mína er leikskólamál í Hvarfi þar hefur tæpur helmingur starfsmanna sagt upp störfum, launatengd gjöld hafa ekki verið greidd af ob ráðgjöf sumir starfsmenn komnir með sín mál til lögfræðings. Kópavogsbær hunsar spurningar starfsfólks og nennir ekki að virða þá viðlits

starfsmaður í Hvarfi (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 14:56

5 identicon

Verður athyglivert að sjá hvernig þeir sjái fyrir sér að leysa stæðavandamál.....ekki eins og þau séu á hverju strái þarna á svæðinu nú þegar!

Hvernig er það með Hvarf? Þetta var rekið af einkaaðilum og því sé ég ekki hvað Kópavogsbær hefur með málið að gera, nema þá að koma inn í reksturinn eftir að OB fara frá?

Elli (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 15:04

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Samningi við við þetta fyrirtæki var víst sagt upp vegna óánægju með þjónustu leikskólans sem og samskiptaörðuleikum milli Bæjarins og fyrirtækisins. Þeir ráku þetta á þjónustusamningi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.2.2008 kl. 16:05

7 identicon

Það retta með Hvarf er að kópavogsbær sem samkvæmt lögum á að hafa eftirlit með rekstri og starfili eikskólans sinnti því ekkert, ábyrgð kópavogs að setja rekstur skólans í hendur á aðilum sem vita ekkert út á hvað leikskólarekstur gengur þessir OB menn hafa ekkert á bakvið sig sem rettlætir að þeir kæmu að leikskólarekstri nema vera með lægsta tilboð semsagt lítill metnaður frá hendi kópavogs í leikskólamálinn... því fór sem fór mikið plott og neðanjarðarstarfsemi verið og er í gangi varðandi þetta mál. Samstarfsörðuleikar við stjórnendur skólans og rekstraraðila varð kveikjan að naflaskoðun rekstursins og þá komu upp á yfirborðið alvarlegir hlutir sem vorðuðu við brot á samningnum 

mamma í Hvarfi (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 21:44

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gott að fá fréttir af Hvarfi frá fyrstu hendi. Þetta er nú hættan við einkavæðingu. Þegar Bæjarfélagið tryggir ekki eftirlit með þjónustunni sem verið er að kaupa.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.2.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband