Leita í fréttum mbl.is

Bíddu var ekki farið að draga umtalsvert úr þennslu?

Bíddu hefur ráðherra síðustu vikur ekki verið að  tala um að þennslan væri í rénun. Og því væri hægt að hefja aftur vegaframkvæmdir eftir 3 mánaða stopp og nú er hægt að lækka matarskatta korter fyrir kosningar en svo les maður þetta í dag:

Bankarnir spá 7,4% verðbólgu

Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir október í fyrramálið klukkan 9. Spár markaðsaðila eru samhljóða að þessu sinni, en allir spá 0,4% hækkun á vísitölunni. Gangi spárnar eftir nemur 12 mánaða hækkun 7,4%. Þetta er lítils háttar lækkun frá september þegar 12 mánaða hækkunin var 7,6%

Reyndar held ég að það væri verðugt verkefni fyrir einhvern að skoða þessar spár greiningadeilda. Mér finnst að þeir breyti áherslum mánaðarlega. Eins og spár þeirra fyrir 2 árum um húsnæðismarkað sem leiddi  til fólk tók 100% lán því að það spáðu allar greiningardeildir stöðugt hækkandi verði .  Og hálf hvöttu fólk áfram í brjálæðið. Og nú súpa margir seiðið af því. Þær leyfa sér að tala um verðbólgu skot. En það hefur nú staðið í 2 ár. Og einn aðal áhrifavaldur eru jú sömu fyrirtæki og reka þessar deildir Þ.e. bankarnir sem í tilraun sinni til að kæfa Húsnæðissjóð lánuðu allt og öllum án þess að hirða sérstaklega um hvort fólk gæti borgað til lengdar. Eins þá eiga bankarnir megnið af öllum nýbyggingum því að verktakar eru bara eins konar leppar. Og þegar bönkunum finnst að verði sé ekki að hækka eða jafnvel farið að lækka, þá hnippa þeir í verktakana og segja þeim að hægja á sér eða stoppa í mánuði eða ár. Þannig var það með Grafarholtið það var í nokkur ár eins og lager með hálf kláruðum húsum og blokkum sem ekkert var unnið með. En síðan á 2 til 3 árum er það nú að verða fullbyggt.


mbl.is Bankarnir spá 7,4% verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband