Leita í fréttum mbl.is

Er eitthvað að marka þetta?

Þorsteinn Már hefur farið mikinn í blöðum síðan að hann tók við. Til að byrja með er hann Stjórnaformaður og stjórnar því í umboði stjórnar þannig að yfirlýsingar hans eru væntanlega eitthvað sem stjórnin hefur ákveðið.

Eins þessar yfirlýsingar um enga starfslokasamninga náttúrulega ekkert sem er að marka fyrir en á því er tekið. T.d. þegar að bankinn þarf að losa sig við einhvern háttsettan þá efast ég ekki um að við hann verður gerður starfslokasamningur.

Eins þá bendir allt hans fas nú síðustu daga til þess að það sé eitthvað að hjá Glitni. Ef að það þarf að draga svona úr kostnaði þá hefur hann væntanlega farið úr böndunum eða að bankinn er að komast í mikla erfiðleika. Þá vekur athygli að Lárus bankastjóri skuli ekki hafa þegar verið byrjaður á þessu. Það þurfti jú að kosta milljóna hundruðum í að kaupa hann til bankas.

En vonandi er þetta byrjunin á því að launkjör stjórnenda fjármálafyrirtækja hér fara að verða eitthvað eðlileg. Ekki þannig að þau taki mið af hæstu launum í stærstu fyrirækjum veraldar. Þau rök að þessir stjórnendur séu svo eftirsóttir um allan heim eru ekki að halda. Sé t.d. ekki að Bjarni Ármanns hafi lent í því að það hefði verið slegist um að ráða hann. Og eitthvað virðast menn hafa að athuga við stöðu íslenskra banka fyrst að þeir snarhækka skuldatryggingarálagið á þá svona mikið.

 


mbl.is Ekki fleiri starfslokasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband