Leita í fréttum mbl.is

Hvalur 9 heldur til veiða eftir helgina

Fréttablaðið, 14. Október 2006 03:30
Hvalur 9 heldur til veiða eftir helgina

Hvalveiðiskipið Hvalur 9 mun halda til veiða í næstu viku samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Til stóð að skipið færi út um helgina en því var frestað tímabundið.

Er þetta ekki alveg dæmigert fyrir okkur. Ætlum við að leyfa Kristjáni Loftssyni að fara út að leika sér að  veiða hvali aftur. Það er alltaf talað um þessar veiðar eins og þær hafi verið gróðafyrirtæki fyrir alla Íslendinga á sínum tíma. EN fólk gleymir að það var aðeins veitt í nokkra mánuði á ári og það var aðalega Kristján Loftsson sem græddi á að selja hvalkjöt til Japans og hvalslýsi og fitu í snyrtivörur sem ekkert fyrirtæki mundi nota í þær vörur lengur.

Halda menn með því að læðast út með hvalveiðskipið þá fréttir heimurinn ekki af þessu og bregðist við. Bandaríkin og fleiri lönd gætu beytt okkur viðskiptaþvingunum í kjölfarið. Þá kæmust við kannski í flokk með Norður - Kóreru.

Og allt þetta fyrir nokkra hvalaskrokka sem fáir vilja nota. Mér persónulega finnst hvalkjöt vont og ég held að svo sé um marga.    Finnst því sniðugra til lengdar að gera frekar út á fólk sem vill skoða þessi dýr lifandi og í sjónum.             


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Jú, það er nú rétt hjá þér. Bandaríkja menn sjá ábyggilega flísina okkar en finna ekkert fyrir bjálkanum sínum. ;)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.10.2006 kl. 12:48

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég vildi að það væru stærri hagsmunir sem kæmu okkur í óvild hjá Bandaríkjamönnum samt. T.d. að við hefðum sjálfstæða utanríkisstefnu og þyrðum að mótmæla stefnu þeirra í alþjóðamálum. En létum nokkra hvali fyrir eitt fyrirtæki/mann sem hefur það jú bara þokkalegt án þeirra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.10.2006 kl. 14:04

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Fullkomlega sammála þér Magnús. Og klisjan um að hvalir borði svo mikið af fiski að það hafi áhrif á veiðar okkar er fáránleg. Eða á kannski að útrýma öllum hvölum? Né bara veiða nokkur hundruð sem eru langt innan við 1% af stofninum og það munar ekkert um það í fiskveiðum hjá okkur. Semsagt mun skynsamlegra að skoða hvali en að skjóta þá og við græðum líka margfalt meira á því.

Hlynur Hallsson, 14.10.2006 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband