Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Hvaðan hefur Geir þær upplýsingar að meirihluti þjóðarinar sé á móti ESB?
Hefur þetta verið kannað nýlega? Eru ekki allir að tala um upptöku evru nú um þessar stundir? Hefur nú síðustu mánuði verið kannað um hug íslendinga varðandi inngöngu í ESB?
Hann sagði að þar sem að Sjálfstæðisflokkurinn leiddi ríkisstjórn og væri á móti inngöngu í ESB þá væri þetta mál ekki á dagsskrá. Auk þess sagði hann að meirihluti þjóðarinnar væri á móti inngöngu! En hvernig getur fólk tekið upplýsta ákvörðun um það án þess að sjá hvernig samning við fengjum?
Hann sagði einnig að gallar fyrir okkur um fram kosti við inngöngu væru það stórir að umsókn um inngöngu gæti ekki komið til greina. Væri gott að vita alla þessa galla. (fyrir utan fiskimiðin en þau eiga jú kannski um 1000 íslendingar í dag)
Geir: Einhliða upptaka evru gæti þýtt pólitíska erfiðleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 969460
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Flestir svo kallaðir Evrópusinnar átta sig nú á að ekki er allt dans á rósum innan Evrópusambandsins og vita sem er að sitthvað slæmt verður að taka með því góða sem þeir boða. Heldur er nú kunnáttan lítil hjá þér, Magnús, ef þú áttar þig ekki betur á stöðunni og teljir málið snúa að yfirráðum yfir fiskimiðunum.
Ólafur Als, 27.2.2008 kl. 22:21
Ég veit um ýmis atrið sem hægt er að setja út á. En ég veit ekki hvað af þeim eru rétt því þetta er oft matreitt ofan í okkur
En þá hefur líka verið bent á að EES samningurinn er líka afsal á fullveldi og okkur er gert að taka upp flest þau lög sem ESB setur.
Og það sem ég vísa alltaf í er það að flestar þjóðir í Evrópu eru þegar í ESB og þjóðir eins og Finnar og Svíar sem eru tiltölulega ný gengin í ESB eru mjög ánægð með það. Ef að ESB hefði svo marga raunverulega gall þá mund maður halda að þjóðir væru að leitast við að komast þaðan út aftur.
Minni líka á að hér á landi er sífellt verið að benda á einkavinavæðingu, samráð á samkeppnissviði, rándýra bankaþjónustu og þessháttar. Þannig að við erum öllu vön.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.2.2008 kl. 22:36
Magnús, þú hefur komist næst því að sannfæra mig um kosti ESB, eða öllu heldur galla íslenskra stjórnvalda samanborið við ESB. Kannski að sjallarnir séu á móti vegna þess að þá geta þeir ekki spillst eins mikið í sandkassanum sínum. Vandinn er þó að spilling er líka landlæg innan ESB.
Villi Asgeirsson, 28.2.2008 kl. 06:35
Hvað sem líður matreiðslu, getum við flest myndað okkur sjálfstæða skoðun á málinu með því að kynna okkur það.
EES samningurinn var vissulega afsal á fullveldi en flestum þótti það ásættanlegt. Ég var ekki viss um ágæti samningsins og efast enn - en gott og vel.
Finnar eru afar ánægðir en ekki verður sagt hið sama um Svía. Nokkurrar tregðu hefur gætt við frekari samruna, sbr. að nýja stjórnarskráin var felld í sumum ríkjum. Hins vegar er eðli sambandsins þannig að þar geta menn bara haldið áfram þar til hin fyrirfram gefna niðurstaða fæst, nógu margar þjóðir munu væntanlega samþykkja aukinn samruna á endanum og þar með er málinu lokið. Ekki ólíkt og þegar þjóðir kjósa um hugsanlega aðild, kosið þar til þjóðin samþykkir og svo aldrei meir. Ólýðræðislegri stjórnarhætti er nú vart hægt að hugsa sér.
Inngangan er orðin að trúaratriði í hugum margra og ég hef ekki enn áttað mig á hvers konar hvatir liggja að baki áhuganum á að ganga þarna inn. Halda menn virkilega að siðgæði batni við inngönguna, eða annað sem stöðugt er klifað á og sagt einkenna íslenskt viðskiptalíf? Matvælaverði stjórnum við sjálf að miklu leyti, erlendir bankar geta hafið starfsemi hér ef þeir svo kjósa (bankaþjónustan er síst ódyrari hér í Danmörku - sum þjónustugjöldin hærri!).
Svo er eftir umræðan um aukið fullveldisafsal - að gangast undir gríðarlegt skrifræði (bákn), sem ekki sér fyrir endann á - verða aðili að tollabandalagi sem hefur reist múra í kringum sig - missa af möguleikunum sem felst í frjálsum viðskiptasamningum við m.a. Kína og Kanada - borga mun meira til sambandsins en fá svo úthlutað minna aftur úr hendi sérfræðingaveldisins ... o.s.frv.
Mér hefur alla tíð þótt það skrítin pólitík að óska eftir siðvæðingu erlendis frá, eins og hefur verið draumur Krata um langt skeið. Væntanlega er það hluti af brenglaðri sjálfsímynd þeirra að líkja sér við riddarann hugumgóða og eilíflega telja sig berjast við siðspilltar vindmillur pólitískra andstæðinga sinna sem ekkert dugi á nema siðavöndur Evrópusambandsins. Eins og gefur að skilja hef ég ekki áhuga á slíku.
Ólafur Als, 28.2.2008 kl. 07:10
Ég hef nú talað um það áður að ég er fylgjandi því að kanna stöðu okkar varðandi umsókn um inngöngu í ESB. Hver staða okkar yrði og hvaða mál mundu ekki vera ásættanleg ef einhver eru. Þetta er nú þannig að við göngum ekki í ESB nema að þjóðin samþykki samningin ef að honum yrði. Mér finnst að þeir sem eru á móti inngöngu í ESB séu ekki tilbúnir að skoða nein rök og séu bara á móti án þess að nefna nein haldbær rök nema að þeir tala alltaf um fiskimiðin. Og eins og ég hef áður sagt þá eru það nú fáir sem deila þeim með sér núna.
Ég mundi ekki samþykkja inngöngu við hvaða skilyrði sem er. En ég er hræddur um að ef við könnum þetta ekki þá gætum við staðið upp eftir nokkur ár með handónýta krónu og verða að sæta afar kjörum til að ganga þarna inn.
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.2.2008 kl. 09:22
Skemmtilegra hefði nú verið, Magnús, ef þú hefðir imprað á sumu af því sem ég bar fram í fyrri athugasemd: Til frekari áréttingar get ég nefnt nokkur atriði sem mér hugnast ekki:
1. Fullveldisafsal umfram það sem EES samningur hefur þegar leitt af sér
2. Yrðum hluti af stærsta skrifræðisbákni sögunnar
3. Tollamúrar umlykja Evrópu
4. Hindrar nýtingu fríverslunarsamninga við Kína og Kanada
5. Aðgangseyrir allt of hár
6. Hagsveiflur aðrar en hjá okkur
7. Hagstjórn miðar m.a. að notkun atvinnuleysis sem tæki
8. Evrópusambandið er í samrunaferli sem ekki sér fyrir endann á
9. Íslendingar ættu að líta á sig sem heimsborgara, ekki bara Evrópubúa
10.Ólýðræðisleg vinnubrögð víða einkennandi í starfi sambandsins
Sem sagt, tíu atriði og ekki enn kominn að ... fiskimiðunum
Síðasta málsgreinin þín byggir á miklum misskilningi - hvað sem segja má um sambandið, þá fæ ég ekki séð að þeir hefðu einhvern sérstakan hag af því að blóðmjólka verðandi meðlimi - slík hugsun gengur bara ekki upp. Of lengi hafa kratar tuggið á hugmyndinni um að við værum að missa af einhverri lest og nú kemur þú með enn eitt afbrigði þeirrar hugsunar. Hvernig væri nú að reyna að sjá kostina við að standa á eigin fótum og halda áfram að uppbyggingu okkar samfélags? NB. í góðu vinfengi við Evrópusambandið og öll önnur sambönd ...
Ólafur Als, 28.2.2008 kl. 13:35
Það er að mínu mati spurning hversu lengi í þessum umbrota tímum í heiminum. Alheimsvæðingu og öðru hversu lengi við getum staðið utan bandalaga. Hræddur um að 300 þúsundmanna þjóð geti það varla til lengdar. Bendi t.d. á "Krónu" og "Jöklabréf" Ef að þau eru gefin út af einstaklingum sem ekki eru vandir að virðingu sinni gætum við lent í því ef að stýrirvextir eru lækkaðir hér að þeir innleysi þau og það gæti skipt milljarðatugum á einum degi sem mundi þýða hrap á krónunni. Og mér skilst að þessi bréf nemi núna um 300 til 400 milljörðum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.2.2008 kl. 16:49
Var þetta allt og sumt, Magnús? Eigum við að ganga í Evrópusambandið vegna krónubréfanna? Krónan mun falla, svo mikið er víst en útgáfa krónubréfanna hefur seinkað því ferli - því miður segja margir. En ljóst er að þú vilt ekki í alvarlega umræðu um aðild Ísland - sem sagt ekki á dagskrá, svo ég vitni í þín eigin orð. Á meðan óttast ég ekki að Íslendingar banki á dyr sambandsins, svo mikið er víst.
Ólafur Als, 28.2.2008 kl. 18:50
Ólafur
Það getur verið að ég sé tækifærissinni en ég vill kanna hvað okkur stendur í boði við inngöngu. Ég hef þá trú að margt í okkar samfélagi verið metið okkur sem virðisauki í samningum. T.d.
Ég vill að farið verði í samninga um inngöngu í ESB. Þeir síðan kynntir okkur og þá skoðað hvort að þjóðin sættir sig við þá. Ég vill ekki að einhverjir misvitrir einstaklingar sem hafa allan sinn fróðleik um þessi mál úr Mogganum ráði bara umræðunni og segi mér að þetta sé óráð. Þeir hafa engar forsendur til að segja af eða á.
Skil ekki af hverju ekki má ganga til samninga ef að það er þjóðin sem endanlega sker úr um það hvort þetta sé það sem hún vill!
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.2.2008 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.