Leita í fréttum mbl.is

Hvaða sérskóla er verið að tala um?

Hélt almennt að reynt væri að draga úr því að reka sérskóla.  Hélt að Grunnskólalögin gerðu ráð fyrir að allir ættu rétt á að sækja almennaskóla í sínu hverfi. Og hvaða sérdeildir er verið að tala um? Stendur til að efla þær sem fyrir eru á að stofna fleiri? Á að setja fötluð börn aftur í einhvern sérstakan bás. Hélt að það væri verið að stuðla að því að þau blönduðust inn í almenna bekki sem mest. Veit að einhverfir þurfa kannski sér úrræði að hluta þar sem þau þurfa á annarri þjálfun og kennslu að halda. En almennt hélt ég að svona sérdeildir ættu að vera í algjöru lágmarki.

Eru þau kannski að rugla með hugtök og kalla sérskóla það sem við köllum einkaskóla.

En það er auðsjáanlegt að það á að reyna að kaupa sér vinsældir með öllum ráðum þó þetta sé kannski ekki hugsað í kjölinn.

Af hverju var þetta ekki gert þegar að Villi var borgarstjóri. Nú allt í einu eru til nógir peningar. 800 milljónir um daginn til skóla og kennara, 1,6 milljarður nú í skóla og félagsþjónustu, 560 milljónir í hjallana á laugarvegi. Og svo eru allir að tala um að hið opinbera þurfi að beita aðhaldi.

EN þetta er kannski sniðugt fyrir fleiri bæjarfélög að fella meirihluta og láta flokka ná aftur völdum og reyna að kaupa sér velvild aftur með því að loks reyna að efna eitthvað sem þeir lofuðu.


mbl.is 1,6 milljarða aukaframlag til skóla- og velferðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband