Leita í fréttum mbl.is

Mjólkur einokun

NFS, 16. Október 2006 20:05
Framkvæmdastjóri Mjólku ætlar að kæra Landbúnaðarráðherra

Framkvæmdastjóri Mjólku ætlar að kæra Landbúnaðarráðherra fyrir brot á jafnræðisreglunni eftir ummæli sem hann lét falla í gær um að hann myndi ekki beita sér fyrir breytingu á búvörulögum.

Í ummælunum hafnaði ráðherra sjónarmiði Samkeppniseftirlitsins um að breyta búvörulögum, en úrskurður eftirlitsins var birtur fyrir helgi og sagði ekki eðlilegt að undanþiggja afurðarstöðvar í mjólkuriðnaði samkeppnislögum. Mjólka, ostahúsið í Hafnarfirði og Bíóbú eru ekki undanþegin lögunum

Án þess að ég hafi sérstakan áhuga á málefnum MJÓLKU þá er ég dálítið undrandi á ráðherra landbúnaðarmála og þó ekki. Hann er náttúrulega með bakland sitt í einu mesta mjólkurframleiðslu svæði landsins. En mér finnst það alveg út í hött að ríkð hafi samið við bændur og framleiðslufyrirtæki þeirra um að vera undanþegin samkeppnislögum. Þá kom mér það á óvart að heyra það í kvöld að með beingreiðslum til mjólkurbænda þá hafa þeir um 70 til 80 kr fyrir hvern líter sem er svipað og við borgum.

Þá finnst mér gleymast í þessari umræðu að bændur eru þegar farnir að hasla sér völl með mjólkurvörur í útlöndum. Því skil ég ekki hræðslu þeirra við breytingar. Ég hef heyrt að mjólkurkvóti sé orðinn mjög verðmætur og nú þegar séu fyrirtæki farin að kaupa upp kvóta og jarðir til að græða á greiðslum frá ríkinu.

Ég man eftir umræðu um að grænmetisræktun mundi leggjast hér af við lækkun á tollum en ég er enn að versla innlent grænmeti. Þannig held ég að mundir líka fara ef að samkeppni yrði almennt komð á í landbúnaði. Landbúnaður er náttúrulega bara iðnaður eins og hvað annað. Menn eru að vinna úr hráefni, vörur á markað og þeir sem standa sig best gagnvart neytendum komast best af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband