Leita í fréttum mbl.is

Ætlum við að binda alla okkar orku í stóriðju nú á nokkrum árum.?Hvar eiga börnin okkar að fá orku fyrir sig

Af ruv.is:

Ísland er eitt af 15 löndum sem til greina koma. Þrír staðir eru í skoðun hér á landi, Eyjafjörður, Þorlákshöfn og Grundartangi. samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru landkostir á Grundartanga taldir hvað bestir undir verksmiðju af þessu tagi, m.a. vegna þess að framleiðsluferlið þolir ekki jarðskjálfta. Framleiðslan byggist á efnagreiningarferli sem er mjög raforkufrekt og því hefur verið slegið fram að raforkuþörfin verði svipuð og hjá báðum stóriðjuverunum á Grundartanga samanlagt. Sömuleiðis er framleiðslan mjög plássfrek og því ljóst að umtalsvert landsvæði þyrfti undir verksmiðjuna. Ekki liggur fyrir hversu mannfrek framleiðslan verður en ljóst er þar er þörf fyrir fjölbreytt vinnuafl, jafnt ófaglærða sem fólk með mikla háskólamenntun.

Var að hlusta á orkumálastjóra um daginn. Hann sagði að þegar álverið á Reyðarfirði yrði komið í gang værum við búin að nota um 60 til 70% af þeirri orku sem hann taldi að hægt væri að virkja í nokkurri sátt. Þar var hann að tala um að 50 teravattsstundir held ég væru í þeim virkjunum. En hann sagði líka að aðrir teldu þetta minna.

Síðan þegar búið væri að virkja þar yrði að snúa sér að öðrum svæðum sem væru umdeildari.

Það er nokkuð ljóst að þegar við erum búinn að binda alla okkar orku í stóriðjum nú á nokkrum áratugum lendum við í vanræðum þegar okkur fjölgar og við þurfum að skapa ný störf og skaffa komandi kynslóðum orku. EN þá er hún óvart bara bundin í stóriðju.  Og ekkert uppá að hlaupa. Hvernig yrði það t.d ef við eftir 10 til 20 ár færum að framleiða vetni í miklu mæli til að nota umhverfisvæna orku. Yrðum við þá að virkja Dettifoss, Gullfoss eða Geysi????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband