Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú bara ekki rétt hjá Landsvirkjun finnst mér

Ég hef nú ekki mikið vit á útboðum og svona stórum framkvæmdum en ég get ekki séð að það sé eðlilegt að framkvæmd sem átti að kosta eitthvað um 80 til  milljarða kosti síðan 133 milljarða og það sé bara allt í lagi. Ef að þessi frétt af ruv.is er rétt að upphæðin sé um 58% hærri en verksamningar þá er þetta náttúrulega út úr öllu sem er eðlilegt. Sér í lagi þvi að LV hefur tönglast á þvi að allt sé á áætlun

Fréttin af rwww.ruv.is   

Kárahnjúkavirkjun 58% framúr áætlun

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður vinstri grænna, segir að lesa megi úr nýrri skýrslu Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, að heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun hafi farið 58% fram úr áætlun. Skýrslan var lögð fram á Alþingi síðdegis. Samkvæmt henni er áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina 133,3 milljarðar króna.

Það eru um 50 milljarðar króna umfram verksamninga eða 58% framúrkeyrsla, segir Álfheiður. Hún segir mikilvægt að fá það fram í dagsljósið hve mikið verkið hefur farið fram úr áætlun, eins og skýrslan staðfesti.

 

Eins þá hlýtur maður að efast um að arðsemisútreikningar virkjunarinnar standist. 

 


mbl.is Landsvirkjun segir kostnað 7% umfram áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

58% umfram verksamninga og 7% umfram áætlaðan kostnað getur verið nákvæmlega sama talan.

Bl (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 20:49

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

já en 58% hækkun er varla bara uppfærð upphæð tilboða í verkið. Verðlag hefur ekki hækkað um 58%. Arðsemi virkjunarinar var reiknuð út eftir að tilboð bárust í verkið og álverð hefur ekki hækkað um 58%. Þar af leiðandi hlýtur arðsemi virkjunarinnar að minnka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2008 kl. 21:03

3 Smámynd: Þorsteinn Hilmarsson

Kostnaður við Kárahnjúkavirkjun  er áætlaður 133.307 m.kr. og er það um 7% hærra en upphafleg kostnaðaráætlun framreiknuð til verðlags í lok september 2007.

Meginástæður þess að Kárahnjúkavirkjun hefur reynst dýrari en kostnaðaráætlunin gerir ráð fyrir felst í auknum kostnaði við jarðgangagerð og tafir af þeim sökum. 

Þegar fólki  reiknast til að  þarna sé á ferð 58% hækkun frá upphaflegri kostnaðaráætlun sýnist mér að ekki sé tekið með í dæmið að í 133 milljörðunum eru rúmir 9 milljarðar í fjármagnskostnað á framkvæmdatíma en fjármagnskostnaður er ekki inni í upphaflegu áætluninni.  Þetta skýrir  stóran hlut í 58% og restin er breyting á verðlagi.

Þeir sem hafa áhuga á að  kynna sér hvernig  sjá má að arðsemi Kárahnjúkavirkjunar er nú meiri en gert var ráð fyrir  í upphafi geta gert það á eftirfarandi stað:

 http://lv.is/newsItem.asp?catID=109&ArtId=1180

Þorsteinn Hilmarsson, 6.3.2008 kl. 22:54

4 identicon

Þetta er nú bara leikur að tölum, hvað var áætlað og hvernig voru samningar og hverjar eru verðlagsbreytingar og þannig. 7% eða 58% eru samt sama heildartalan. Tala sem sýnir að þetta er fokdýrt dæmi og á sennilega aldrei eftir að standa undir sér.

Dabbi (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 23:28

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sko ég kaupi það ekki að sem dæmi einhver framkvæmd er áætluð upp á 100 milljarða tilboð kemur upp á 90 milljarða. Síðan kostar framkvæmdin um 133,7 milljarða að það sé bara allt í lagi. Hvernig gátu menn þá reiknað sig í 11% arðsemi þá en síðan hefur framkvæmdin farið um 58% fram úr kostnaði. Álverð ekki hækkað um 58% og samt helst arðsemin. Og af hverju er ekki reiknað með verðbreytingum þegar upprunalagaráætlanir eru gerðar. Það var jú strax talað um að verðbólgan hér yrði meiri við þessar framkvæmdir þannig að það var vitað. Áætlanir hafa væntanlega miðast við íslensk laun en síðan vann verktakinn þetta nær algerlega með útlendingum á mun lægri launum.

Held t.d. að það mundi heyrast í fólki ef að Landspítalinn mundi fara kannski 10% yfir fjárlög og rökstyðja það með því að þeir uppfærðu þau bara eftir verðbólgu. Nei þeim ber að reyna að sjá fyrir slíkan kostnað við áætlunargerð sína.

Finnst dálítið skrýtið hvað svona stór framkvæmd var illa áætluð eða kynnt fyrir okkur sem eigum þó að vera eigendur að þessu öllu.

En virðingarvert að upplýsingafulltrúi LV gefi sér tíma í rökræður og það meina ég. Það eru ekki oft sem að menn í hans stöðu gefa sér tíma til að skýra sjónarmið fyrirtækjana hér á blogginu. Fyrir það ber að þakka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2008 kl. 00:22

6 identicon

haha, það er greinilegt að fólk hefur ekki hundsvit á Arðsemisgreiningu og öðru slíku. Skrifiði nýjar færslur þegar þið hafið lært hvað Present Value og NPV osfrv þýða. þið trúið því þó varla að 1000kallinn sem þið fenguð í fermingargjöf þætti stór gjöf í dag?

Pétur F. (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 03:39

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég viðurkenni að ég engin snillingur í þessu og eiginlega vitlaus í þessum málum. En ég er ekki viss um þegar Kárahnjúkavirkjun var kynnt að fólk hafi áttað sig á að þegar byggingar kosnaður var kynntur sem 90 milljarðar þá hafi fólk áttað sig að í raun yrði hann uppfærður eitthvað um133 milljarðar. Jú þegar ég skoða þetta þá skyl ég uppfærðan kosnað. En mér finnst þessi hækkun kannski full mikil. Ef við setum í eitthvað samhengi þá getum við t.d. bent á að menn eru að æsa sig yfir stúkunni í Laugardal sem tók um 2 eða 3 ár að byggja og fór 600 milljónir fram úr áætlun. Þar talar engin um þetta sé bara eðlilegt það þurfi jú að reikna með að uppfæra kosnað miðað að það reyndist ekki allt ganga eins og til stóð og breytt verðlag. Eins þvi að mönnum datt eitthvað í hug á leðinni sem vantaði.

Því vil ég meina að þegar dýrarframkvæmdir sem ráðist er í á vegum ríkisfyrirtækis. Þar sem við erum í raun í ábyrgð fyrir öllum þeim fjármunum sem notaðir eru, þurfi að kynna betur fyrir okkur.

Þó sé nú í morgunsárið að þessi 58% sem rætt var um gær eru náttúrulega bull. Þetta er ekki svo mikið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2008 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband