Leita í fréttum mbl.is

Rétt skal vera rétt

Vegna færslu minnar hér að neðan er jú rétt að láta þessa frétt sem er af www.ruv.is koma hér:

Kárahnjúkavirkjun: Mistök Álfheiðar

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir ljóst af skýrslu iðnaðarráðherra um kostnað við Kárahnjúkavirkjun að hann sé mun meiri en áður hafi verið rætt um. Hún segist hins vegar hafa gert mistök þegar hún bar saman ósambærilegar tölur í kvöldfréttum Útvarpsins í gær. Álheiður bað í haust iðnaðarráðherra um skýrslu um kostnað við Kárahnjúkavirkjun, og var hún lögð fram í gær.

Álfheiður las úr skýrslunni að heildarkostnaður við virkjunina hefði farið 59 % fram úr áætlun. Landsvirkjun vill meina að verkið hafi farið 7 % fram úr þegar hún hafi verið uppfærð með tilliti til verðlags.

Það hafi aðallega gerst vegna tafa og erfiðleika við gangnagerð. Landsvirkjun áætlar að heildarkostnaður vegna virkjunarinnar verði ríflega 133 ma.kr. að meðtöldum fjármagnskostnaði. Álfheiður segir þessa upphæð mun hærri en menn hafi viljað viðurkenna hingað til og því mikilvægt að fá þessa niðurstöðu fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband