Leita í fréttum mbl.is

Ísland er í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006

Eftirfarandi er úr frétt á www.visir.is

Ísland er í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 samkvæmt samtantekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD.

Einnig má lesa þar:

OECD bendir á að í þeim löndum sem aðild eiga að stofnuninni hafi skattabreytingar jafnan verið í þágu þeirra sem lág hafa launin. Hins vegar hafi skattabreytingar í nokkrum löndum, þar á meðal Íslandi, fyrst og fremst hagnast þeim sem hærri tekjur hafa.

Í þessu samhengi þá má benda á þetta úr frétt á www.eyjan.is

Meðalmánaðarlaun 8.222 starfsmanna íslensku bankanna þriggja voru um 1,1 milljón króna á síðasta ári, samkvæmt því sem fram kemur í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í dag. Landsbankinn greiðir hæstu meðallaunin. Laun Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, eru nú rúm milljón á mánuði.

Því er ljóst að skattastefna síðustu ára hér á landi hefur miðað að því að lækka skatta á fyrirtæki í fjármálastarfsemi, sem og þá hálauna starfsmenn sem vinna hjá þeim.


mbl.is Áfellisdómur yfir skattastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband