Leita í fréttum mbl.is

Og auðvita erum við að fara á fullu í jarðgöng og álver

Eins og margir hafa bent á er þetta kannski ekki heppilegasti tími fyrir okkur að ráðsta í stórframkvæmdir. EN viti menn auðvita nú á að fara af stað í Helguvík og jarðgöng í gegnum Vaðlaheiði.

Væri ekki sniðugt að einhverjir færu að standa á bremsunni. Og leyfa okkur aðeins að jafna okkur á Kárahnjúkum og Reyðaráli.


mbl.is Spáir mikilli verðbólgu í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Magnús Helgi, 0% hagvöxtur sem Glitnir spáir er nú ekki góð ástæða til þess að standa á bremsunni. Þensluhræðslan heftir þjóðina. Verðbólgan á sér ýmsar ástæður, sem tengjast allsi ekki allar framkvæmdum, t.d. heimsmarkaðsverð matvæla eða gengissigið. Verst er að lenda í „Stagnation“, stöðnun og verðbólgu. Það er hrikalegt að koma sér út úr því.

Ívar Pálsson, 14.3.2008 kl. 16:39

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Glitnir spáði í gær morgun að gengi krónunar ætti eftir að lækka hægt og rólega og ná botni í sumar og þá væri evran í 107 krónum. 6 tímum seinna var evran komin í 109 krónur. Þú verður að afsaka að ég tek þessum spádómum með varúð.

Við vitum að á þessu ári eykst útfluttningur okkar á áli v/Reyðaráls, það á að fara í framkæmdir á næstu árum vegna Vaðlaheiðar upp á 7 milljarða, nýtt sjúkrahús upp á 50 milljarða, breikkun Suðulandsvegar upp á einhverja milljarða, álþinnuverksmiðju í Eyjafirði upp á einhverja milljarða. Gagnavisutun upp á varnarsvæði upp á einhverja milljarða. Síðan eru það þessi álver í Helguvík og Bakka. Með tilheyrandi virkjunum. Svo reyndu ekki að segja mér að það verði ekki þennsla. Í Kópavogi stendur til að byggja verslunar og skrifstofurými sem svarar til um 14 Smáralindum.

Held að þú verðir að færa mér önnur rök. Takk

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.3.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband