Leita í fréttum mbl.is

Nýting innlendrar orku og fleira.

Það furðar mig að umræða um innlenda orku og nýtingu hennar í stað aðkeyptrar orkugjafa eins og olíu sé ekki komin lengra. Það er rætt um þetta á hátíðastundum en þess á milli er eina sem kemst að er að selja orkuna erlendis. Þ.e. að hún er notuð til að bræða erlent hráefni sem síðan er sent beint úr landi aftur. Og þetta innan sömu fyrirtækja þannig að arður okkar er aðallega af rafmagninu.

  • Hefði haldið að hækkandi olíuverð væri spark í rassinn á okkur í að koma hér upp öflugu lestarkerfi. Það getur verið að stofnkostnaður sé nokkur en ávinningurinn er náttúrulega að með öflugu lestarkerfi mundi sparast bensín kostnaður á ökutæki og flugvélaeldsneyti á flugvélar. Auk þess mundi hér sparast losunarkvóti af CO2.  Það mundi sparast milljarðar í Reykjavík því að þar mundir fást landsvæði þar sem Reykjavíkurflugvöllur er og þétta byggð og minnka þörf margra fyrir að keyra langar leiðir.
  • Einnig minnkar þetta viðskiptahalla og gjaldeyriskaup
  • Af hverju eru öll gjöld ekki feld niður á ökutæki sem nota lítið eða ekkert aðra orku en innlent rafmagn?
  • Af hverju er fólk ekki hvatt til að kaupa t.d. hybrid bíla. Með því að lækka öll gjöld af þeim?
  • Af hverju eru ný eða endurbyggð þjónustu og verslunarhverfi hönnuð þannig að þar er varla hægt að fara milli húsa nema í bíl. Bendi t.d. á hvernig Borgatún er orðið, Dalvegur í Kópavogi og Hlíðarsmárahverfi. Þarna er ekki hægt að fara á milli nema í bíl. Einnig hverfið þar sem IKEA er þar eru stór hús með risabílastæðum og hundruð metra ef ekki kílómetrar milli húsa á sama svæði.

Er ekki hækkandi olíuverð í heiminum spark í okkur að fara að snúa okkur að því að nýta innlenda orku fyrir okkur? Þá verðum við að passa að öll auðvirkjanleg orka sé ekki bundin í samningum við álbræðslur næstu hálfa öldina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband