Leita í fréttum mbl.is

Brátt segir Þór Whitehead að þetta hafi bara verið misskilningur hjá sér.

„Engin efni eru hins vegar til þess að kenna þessa veikburða sjálfsvörn ríkisins við einn stjórnmálaflokk öðrum fremur og engar heimildir hafa verið dregnar fram því til sönnunar að öryggisþjónustumenn hafi beitt sér í þágu nokkurs stjórnmálaflokks,“

Segir Þór Whitehead í grein sem birtist í sunnudagsmogganum. Þar er hann að fjalla um þann vísi að leyniþjónustu sem hefur víst verið hér síðan fyrir miðja síðustu öld. Í þessari grein er hann að bera af Sjálfstæðisflokknum ábyrgð af þessari leyniþjónustu. Mér finnst það skrítið að hann skuli vera kominn í svona varnarbaráttu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Með þessum skrifum sínum er hann í raun að draga úr gildi þesara merkilegu uppgötvana sem hann gerði. Hann er farinn að tala um að þetta hafi verið léttvægt og lítið. Hann hefur sagt að það hafi verið fullþörf á þessu þar sem að kommúnistar á Íslandi hafi verið búnir að koma sér upp vísi að her og svo framvegis. Af hverju er hann tilbúinn að sverta alla þá sem aðhyltust sósialískar skoðanir og segja þá vopnaða og þessháttar en reyndir nú að draga mjög úr áhrifum Sjálfstæðisflokks á þessa leyniþjónustu þó að það hafi verið ráðherrar þess flokks sem settu þessa leyniþjónustu á fót og virðast hafa verið einu mennirnir sem vissu af þessu.


mbl.is Engar heimildir um starfsemi í þágu stjórnmálaflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband