Leita í fréttum mbl.is

Hér er hægt að sjá ástæðu þess að gengið fellur

Rakst á þessa skýringu hjá Agli Helgasyni sem honum barst frá manni sem er í þeirri stöðu að hann vill ekki gefa upp nafn sitt.

Þar segir m.a.

Frá þessum tíma hafa bankarnir haldið áfram að kaupa gjaldeyri jafnt og þétt og í dag nemur heildar eign bankanna í gjaldeyri yfir 700 miljörðum króna.  Af þessu sést að bankarnir hafa í raun keypt allan gjaldeyri sem hefur komið inn í landið í formi krónubréfa og næstum aðra eins fjárhæð til viðbótar.  Þessi fjárhæð nemur u.þ.b. 70% af þjóðarframleiðslu og er ekki nokkuð dæmi um önnur eins gjaldeyriskaup innlendra banka á erlendum gjaldeyri hjá nokkurri þjóð.

Það er því kannski ekki skrýtið að gengi krónunnar hefur fallið um yfir 20% á sama tíma og krónubréf og annar gjaldeyrir hefur flætt inn í landið.  Auðvitað spilar viðskiptahallinn þarna inn í en hann hefur verið fjármagnaður að fullu með erlendum lántökum og hefur því ekki valdið veikingu krónunar yfir þetta tímabil, þó hann gæti átt eftir að gera það síðar meir þegar þarf að endurgreiða þessi lán með vöxtum.  Fjárhæðin sem bankarnir hafa keypt af gjaldeyri jafngildir öllum útflutningi Íslands á vörum og þjónustu í rúm 2 ár.

Lesið greinina í heild hún er mögnuð. 

 


mbl.is Krónan lækkar um 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru góðar skýringar.
En svo kemur hitt: bankar græða yfirleitt stórfé. Þessi gróði er að mörgu leyti almúganum að þakka. Þ.e.a.s. þegar einhver vinnur (græðir) hlýtur einhver annar að tapa.
Þegar bankarnir eru að fara á hausinn, þá er eina ráðið að prenta meira af peningum og gefa þeim. Þetta kemur aftur niður á almúganum í formi verðbólgu.
Ætli það væri ekki flestum viðskiptavinum bankanna sama þó þeir færu á hausinn, þar sem flestir úr almúganum skulda þeim meira en þeir eiga inni hjá þeim.

Einar (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband