Leita í fréttum mbl.is

En á ný um dóma hér á landi

Eru þetta ekki boð til þeirra sem eiga það til að sýna ofbeldi að það sé bara allt í lagi:

Fréttablaðið, 23. Október 2006 00:01
Sex mánaða fangavist:
Barði dyravörð með glasi

Maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann sló dyravörð á Dubliners með glasi í hnakkann 2. október. Höggið var það þungt að glasið brotnaði.

Dyravörðurinn hlaut stóran skurð ofan við hægra eyra og fékk heilahristing. Hann kvað tilefni árásarinnar hafa verið það að hann hefði fengið ábendingu um að árásarmaðurinn væri að káfa á brjóstum erlendrar konu inni á skemmtistaðnum. Hann hefði því vísað gestinum út með ofangreindum afleiðingum.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir þessa árás. Hann hefði getað höfuðkúpubrotið dyravörðinn. Og hvað ef hann hefði haft hníf við hendina hefði hann notað hann í staðinn. Mér finnst að allar svona árásir eigi að meðhöndla sem tilraun til að valda viðkomandi fórnarlambi varanlegum skaða eða dauða. Og dæma eftir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband