Leita í fréttum mbl.is

Og nú koma allir hræsnararnir fram

Hef verið að lesa nokkur blogg þar sem menn eru að missa sig yfir þvi sem Vantrú var að gera þarna á Austurvelli.   Á mörgum þessara blogga eru þessi sömu að finna að því að múslimar séu ósáttir við skopteikningar af Múhameð og því að komur kjósi að nota slæður! Og menn æst sig yfir að Ingíbjörg Sólrún sást með slæðu í Aganistan

En hvernig er þetta hjá okkur hér í vestræna heiminum

Hef engan heyrt kvarta yfir því að í mörgum löndum þurfa konur að hylja axlir og hné áður en þær fara inn í kaþólskar kirkjur.

Hér áður fyrr var t.d. bannað að flytja hluta af Lifun eftir Trúbrot í útvarpi. Plötur voru rispaðar til að ekki væri hægt að spila þar lög sem þóttu óguðleg.

Og svo þegar einhver spila bingó á Austurvelli þá er allt í lagi að æsa sig. Þetta sýnir að þessum mönnum er ómögulegt að átta sig á því að okkar trú og og okkar siðir eru líka kreddufullir. Hver var það t.d. sem ákvað að Föstudaginn Langa mætti ekkert gera? Kannski kirkjan og hvaða vald hefur hún til þess að ráðskast með svona veraldleg mál?

Finnst að það ætti að vera fólki frjálst hvort og hvaða starfsemi er stunduð hér á hvað degi sem er.


mbl.is Vantrúaðir spila bingó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Alveg sammála þessu og því sem þú hefur skrifað á http://zumann.blog.is/blog/zumann/entry/481219/

Ég hef verið að þrasa í honum Skúla (og kompaní) undanfarið en sé ekki að nokkuð bíti á þessum fordómum þeirra. Gott að það séu fleiri sem nenna að stríða við hann því það eru margir sem lesa þetta.

Jonni, 22.3.2008 kl. 17:18

2 identicon

Heyr h

Tinna (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 12:26

3 identicon

Þetta átti víst að vera svona áður en ég ýtti óvart á einhvern takka sem sendi athugasemdina inn :

Heyr heyr!

Tinna (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband