Leita í fréttum mbl.is

Ein rökin enn gegn Reykjavíkurflugvelli

Þessi rannsókn sem vitnað er til í þessari frétt er ein stoðin en undir að innanlandsflug verði flutt. Skv. þessari frétt er ekki ekki rekstrargrundvöllur fyrir farþegaflug með flugvélum undir 50 farþegum. Og þar með eru ekki margir staðir innanlands sem hagkvæmt er að fljúga til innanlands á svo litlum flugvélum sem eru að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Ekki held ég að fólk almennt hér í Reykjavík sé tilbúið að hafa stórar þotur fljúgandi yfir meðbænum oft á dag allt árið.

Þeir sem rökstyðja þetta með sjúkraflugi hljóta að sjá að það væri t.d. hægt að nota eitthvað af hagnaði sem fengist með því að byggja í Vatnsmýri mætti nota til að kaupa fleiri þyrlur sem þurfa jú ekki nema smá pláss til að lenda á? t.d. Þyrlu sem yrði staðsett á Akureyri og aðra á Vestfjörðum.

Annars stefnir þessi völlur í að verða einka þotustæði fyrir fjármála snillingana okkar öllum öðrum til leiðinda.

Úr fréttinni á mbl.is

Samkvæmt rannsókn bandarísks flugrekstrarráðgjafafyrirtækis hefur hækkandi eldsneytisverð gert margar farþegaflugvélar „fjárhagslega úreltar“ þar sem rekstrarkostnaður við þær er einfaldlega of mikill. Á þetta helst við litlar þotur sem taka innan við 50 farþega og eru notaðar til að flytja farþega frá smærri stöðum til stórra flugvalla.


mbl.is Litlar farþegaþotur „fjárhagslega úreltar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann

Hvort myndir þú frekar vilja fljúga sem sjúklngur frá Ísafirði í flugvél sem flýgur á 520 kílómetra hraða á klst eða þyrlu sem flýgur á 250?

En sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu, hvort myndirðu frekar vilja borga 200 þús á tímann fyrir vél sem er 2 tíma á leiðinni eða 300 þúsund fyrir vél sem er 4 tíma á leiðinni?

Jóhann, 22.3.2008 kl. 21:56

2 identicon

mætti ég biðja þig um að athuga fréttina betur.  Þarna er verið að tala um þotur sem flytja um 50 farþega, þ.e.a.s. að rekstrargrundvöllur þeirra verður erfiðari með hækkandi eldsneytisverði, ekki allar flugvélar sem flytja 50 farþega eins og þú skrifar (og lest útúr greininni).  Skrúfuþotur eru mun hagkvæmari þegar litið er til eldsneytisverðs.  Fyrir nokkrum árum var það talið að þotur myndu taka við af skrúfuþotunum en vegna eldsneytisverðsins þá hefur skrúfuþotum vaxið aftur fiskur um hrygg.

kv. friðrik 

friðrik (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 22:03

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvaða flugvélar eru í sjúkraflugi sem ná 520 km hraða á klst? Skv. því sem ég hef lesið og heyrt síðust árin hafa staðir stöðugt verið að detta út því þeir eru ekki hagkvæmir. Held að þróunin verði sú að frá Egilstöðum og Akureyri fljúgi þotur sem taka þetta minnst 75 til 100 farþega eða meira.

Sjúkraflug í dag fara mikið fram með þyrlum þar sem að þá sparast tími þar sem keyrt er með sjúklinga í bílum upp á flugvelli. Og frá flugvelli þegar til Reykjvíkur er komið.

Það getur verið að skrúfuþotur séu hagkvæmari en þotur en eldsneytisverð hækkar samt örugglega hjá þeim líka.

Ég er ekki að tala um að innanlandsflug leggist af en vill að flugvöllurinn fari eitthvað annað. Mér finnst það skynsamlegt fyrir borgina og þá sem þar búa. Ég bý ekki í Reykjavík heldur Kópavogi og lendi reglulega í umferðar hnútum á morgnana og kvöldin þegar ég fer í og úr vinnu. Þetta er staða sem ég tel að muni breytast ef að þarna yrði byggt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.3.2008 kl. 23:04

4 Smámynd: Jóhann

Beech King Air B200 er með 283ktas farflugshraða, TF-MYX er til dæmis af þeirri gerð en þá vél rekur Mýflug í sjúkraflugi. Þekki ekki hvaða vélar eru að fljúga frá Vestfjörðum en þessi flýgur frá Norðurlandi.

Jóhann, 23.3.2008 kl. 00:53

5 identicon

Ég  held að það sé kominn tími til að stór Reykjavíkursvæðið stofni landamæri við Esjuna til að reka þar sjáfstætt borgríki. Landsbyggðin rekur síðan áfram hið íslenska þjóðfélag sem landsbyggðin byggði upp með gjaldeyristekjum vegna fiskveiða. Við út á landi pakk getum með okkar auðlyndum byggt upp nýjan sameiginlega þjónustukjarna. t.d. á  Akureyri til að vera ekki að bögga fólkið með fáfræðina sem skilur ekki gildi flugvallar í höfuðborg. Ég er alveg sammála þér að leggja flugvöllinn í RVK niður ef við slítum stjórnmálalegum tenglum við borgríkið. Við færum bara opinbera kerfið sem þjónar okkur út á landi til Akureyrar og málið er dautt.  Í fullri alvöru þá held ég að margir vilji skipta Íslandi í tvö ríki miðað við samstöðuleysi höfuðborgar og landsbyggðar.

Elias (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 09:09

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Get ekki séð að Reykjavíkurflugvöllur eða réttara sagt staðsetning hans verðai að vinarslitum milli höfðuborgarinnar og landsbygðarinnar.

EIns og fréttin bar með sér þá er verið að reyfa að bensín kostnaður velur því að minni farþegaflugvélar eru sífellt að verða dýrari í rekstri. Það er engin að tala um að ekki verði hægt að fljúga til Reykjavíkur. Það mætti t.d. útbúa flugbrautir eins og hefur verið talað um út í Skjerjafirði þ.e. alveg í  nágreni við Reykjavíkurflugvöll. Þá má nefna möguleika á öflugu lestarkerfi. Það hlýtur að verða vænlegri kostur fyrir okkur nú þegar bensínverð rýkur upp. Ef t.d. það væri öflug lest sem lægi frá Egilstöðum í gegnum Akureyri og svo til Reykjavíkur. Og í gegnum Reykjavík að Samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Þar væri kominn kostur sem gerði okkur óháð bensíni og nýtti innlenda orku. Svona lest gæti hugsanlega verið svona 4 tíma frá Egilstöðum til Reykjavíkur.

Eins þá væri hægt að koma upp öflugri lest frá Keflavík til Reykjavíkur þar sem fólk gæti verið svona 30 mínútur á leiðinni. Jú ég veit að það var kannað að þetta kostaði nokkuð mikið en þegar þetta var kannað kostaði tunna af olíu um 30 dollara en er í dag komin yfir 100.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.3.2008 kl. 10:54

7 identicon

Ef að stærri flugvélar verður hagstæðari kostur þá mun flugfélagið kaupa sér slíkar, enda hefur heyrst að flugfélag Íslands hugi að kaupa Dash Q400 af SAS..... Og þær geta mjög auðveldlega lent á Reykjavíkur flugvelli.  Þannig að bulla eithvað um að þetta séu einhver rök með því að flugvöllurinn eigi að fara úr Vatnsmýrinni, þá seigir það bara hversu svakalega í þrot flugvallarandstæðingar eru komnir með rök sín. OG JÁ flugvélar í sjúkraflugi fljúga vel á 520km hraða og eru mun hagkvæmari heldur enn nokkurntíman þyrlur, og hægt er að notast við þær í mun verra veðri heldur enn þyrlunar. OG LEST FRÁ AKUREYRI TIL REYKJAVÍK??? númer eitt að slík hugmynd myndi kosta eflaust langt í tvær kárahnjúkastíflur, og í öðru lagi væri ekki fært fyrir slíka lest nema í svona 40% tilvika... Flugvallar andstæðingar eru komnir mjög svo í þrot. REYKJAVÍKUR FLUGVÖLL ÁFRAM Í VATNSMÝRINNI   :)

Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 15:48

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er nú kannski að fólkið sem býr í og við Miðbæinn hafi eitthvað um það að segja að stórar flugvélar fljúgi yfir miðbæinn.

Og varðandi lest þá held ég að þegar að olía er að verða mjög dýr og takmörkuð auðlynd þá fari sá kostur að verða meira spennandi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.3.2008 kl. 18:54

9 identicon

Mikil mannvitsbrekka ert þú, Magnús Helgi Björgvinsson, eða hitt þó heldur. Að blanda þotum inn í þessa umræðu um Reykjavíkurflugvöll eru mikil mistök af þinni hendi. Þið 101 fólkið sem þykist ráða staðsetningu flugvallar, eruð ekki fær um að hugsa um heildarhag landsmanna í þessu tilliti.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:23

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég bý til að byrja með ekki í 101 heldur í Kópavogi. Í þessari frétt er talað um flugvélar. Og ef ég veit rétt þá nota skrúfuvélar líka bensín. Þú afsakar! En ég bý hinsvegar við það að vera með þessa flugumferð yfir hausnum hvort sem ég fer niður í miðbæ eða hér í Kópavogi þegar ég er úti að ganga með hundinn. Finnst að landsbyggðar fólk sýni Höfuðborgarsvæðinu engan skilning. Fólk út á landi ætti að hugsa um það hvernig þeirra bæjarfélag væri ef að þar í miðjum bænum væri um flugvöllur sem gæti sinnt millilandaflugi. Og að öll byggð í nágreni þyrfti að taka mið af vellinu hvað varða hæð og staðsetning. Minnir að þarna séu um 100 hektarar í Vatnsmýri sem lagðir eru undir flugvöll. Og síðan er mér mein illa við menn sem eru með svona leiðindaglósur inná blogginu mínu. Þú ert væntanlega ekki mikil mannvitsbrekka ef þú skilur ekki að nú er stöðug umferð einkaþotna á Reykjavíkurflugvöll.

Töluvert um að þotur lendi á Reykjavíkurflugvelli vegna skilyrða í Keflavík. Einkaflugvélar sem lenda þar skipta hundruðum á dag. Þannig að á sumrin eru þær í biðröðum hér fyrir ofan Kópavog að fá að lenda.

Mér finnst fólk líka íhaldsamt og þröngsýnt að vilja ekki skoða fleiri kosti.

Og í þessari frétt var ekkert sérstaklega verið að tala um þotur heldur talað um flugvélar. Svo ég byggði bloggið mitt bara út frá því .

En að lokum bendi ég á að það er óþarfi að reyna að gera lítið úr mér hér á blogginu. Fólk getur bara sleppt að lesa þetta! Og eins að ég hef möguleika hér í stjórnkerfi bloggsins að henda út athugsemdum hef ekki þurft að gera það en geri það ef mér finnst að menn séu með leiðindi. Menn mega alveg hafa aðra skoðun og leiðrétta það sem ég skrifa en almenn leiðindi dæma sig sjálf og ég hef ekki mikið langlundargeð fyrir þeim.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.3.2008 kl. 21:56

11 identicon

Hmmmm...

Flugfélagið hefur komist að því að hagkvæmasti kostur við rekstur sinn sé flug með flugflota upp á , hva, 5-5 Fokker 50 og 2-3 Dash 80. og haldið uppi flugi á 2-4 tíma fresti til helstu áfangastaða sem er mjög hentugt fyrir okkur sem þurfum að fljúga á milli staða.  Þar með hefur kostnaðurinn verið X krónur og tekjurnar Y krónur.   Vonandi er X hærra en Y og Flugfélagið fær hagnað svo þeir geti haldið þessu áfram

Þegar eldsneytisverð hækkar úr 30 krónum í 100 krónur hlýtur þessi  haghvæmasti kostur að verða dýrari - Flugfélagið þarf þá að huga að öðrum kostum.  Skv. fréttinni sem vísað er í er það að fljúga með stærri vélum - og það þýðir væntanlega færri ferðir.  Og þar með er það orðin spurning hvort það borgi sig fyrir mig að bíða í 4-6 tíma eftir flugi sem tekur 1-2 tíma (með innritun og farangursbið)

Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif á veru flugvallarins í Vatnsmýrinni - það er ekkert annað en þröngsýni að halda öðru fram.  Hvort þetta hafi úrslita áhrif er svo annað mál.

Það hefur líka áhrif á veru flugvallarins að á sama tíma og olíuverðið er að hækka þá má gera ráð fyrir því að lóðaverð lækki líka -  af næstum því óskyldum ástæðum..

Varðandi sjúkraflugið þá átta ég mig ekki á þeim rökum - með sölu Vatnsmýrarinnar væri hægt að kaupa slatta af þyrlum - og t.d. koma þeim þannig fyrir að það væri hægt að sleppa sjúkrabílunum á milli sjúkrahúsanna og flugvallanna - það sparar verulegan tíma líka. 

Einnig væri hægt að reisa bráðasjúkrahús í Keflavík - held reyndar að það sé eitt slíkt til þannig að þetta er bara spurning um mannskap - sem væri að hluta til hægt að manna með Reykvískum læknum (eða hvaða ástæða það er sem er fyrir því að það þarf að flytja fólk til Reykjavíkur) sem eru fluttir (með þyrlum!) á meðan sjúklingurinn er í sjúkraflugi.   Hversu fáránleg svo sem þessi hugmynd er þá er hún mun gáfulegri en að reisa þarna álver...

Svona mætti lengi halda áfram - þetta er basra reikningsdæmi sem þarf að klára með sem fyrst - vandamálið er að stórir þættir eins og eldsneytis og lóðaverð eru svo breytileg ,,,

Steingrímur (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband