Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg stefna Ísraelsmanna

Þett er nú nógu alvarleg frétt en ég verð að viðurkenna að ég skil ekki seinnipart hennar.


Ísraelar skjóta sjö Palestínumenn til bana á Gaza-svæðinu
Ísraelskir skutu til bana sjö Palestínumenn á Gaza-svæðinu í dag, þ.á m. þrjá bræður og tvo frændur þeirra. Er dagurinn orðinn einn sá blóðugasti í aðgerðum Ísraela á Gaza, er staðið hafa í fjóra mánuði. Fjórtán til viðbótar særðust í skotbardaga. Ísraelar segja hermenn sína hafa verið að verjast árás.

Ísraelsku hermennirnir hafi verið í aðgerðum gegn Palestínumönnum er hafi skotið eldflaugum frá Gaza inn í Ísrael. Haft er eftir sjónarvottum að Palestínumennirnir sem féllu hafi byrjað að skjóta vegna þess að þeir hafi haldið sig sæta skotárás frá keppinautum. Að minnsta kosti sex þeirra er féllu hafi verið vopnaðir.

Hvað er átt við „keppinautum" skil það ekki.

Svo er önnur frétt:

Ísraelskt dagblað fullyrti í gær að Íraelsstjórn hefði í fyrsta sinn viðurkennt að hafa beitt svokölluðum hvítum fosfór-sprengjum gegn hernaðarlegum skotmörkum í átökunum í Suður-Líbanon í sumar. Slíkar sprengjur eru afar umdeildar en þær valda fórnarlömbum sínum alvarlegum bruna og mjög kvalafullum dauðdaga.

"Ísraelskar hersveitir notuðu fosfór-sprengjur í stríðinu gegn Hizbollah í árásum sem beindust gegn hernaðarlegum skotmörkum á opnu svæði," hafði dagblaðið Haaretz eftir Yakov Edery, ráðherra í Ísraelsstjórn, sem fer með samskipti við þingheim.

Alþjóða Rauði krossinn og önnur mannréttindasamtök hafa lengi barist fyrir því, að vopn sem innihaldi fosfór verði bönnuð með öllu í stríðsátökum og skilgreind sem ólögleg efnavopn.

Og ein en frétt

NFS, 23. Október 2006 10:15
Ísraelar halda áfram eftirlitsflugi um líbanska lofthelgi

Varnarmálaráðherra Ísraels, Amir Peretz, sagði í gær að Ísraelar myndu halda áfram daglegu eftirlitsflugi sínu yfir líbanska lofthelgi svo lengi sem líbanska ríkisstjórnin sinnti ekki sínum hluta vopnahléssamkomulagsins um að hindra vopnasmygl til Hisbollah. Líbanir hafa gagnrýnt yfirflug Ísraela sem skýlaust brot á vopnahléssamkomulagi öryggisráðsins.

Utanríkisráðherra Líbanons, Fawsi Shalloukh, segir Líbani standa við vopnahléssamkomulagið, þeir einu sem brjóti það séu Ísraelar. Alþjóðasamfélagið hefur einnig í auknum mæli gagnrýnt yfirflug Ísraela.

Reyndar skil ég ekki þetta stríð, ég skil ekki að nokkuð land skuli þurfa að búa við svona ömurleg skilyrði eins og Palestína og ég skil ekki að Ísrael skuli halda að aðgerðir þeirra verði nokkurn tíma til þess að þeir upplifi frið. Það eina sem ég skil nokkurnvegin er að auðvita tengjast Bandaríkinn þessu ástandi mikið eins og á flestum stöðum í heiminum þar sem eru átök milli þjóða. Hvort sem það er í Afganistan, Írak, Palestínu o.s.frv.

Ísraelar hljóta að gera sér grein fyrir því að fyrr en síðar verða þær þjóðir sem þeir ögra nú í aðstöðu til að svara fyrir sig miklum krafti. Þegar myndast meiri samstaða þeirra á milli. Og þá gæti komið upp sú staða að það verði erfitt að bjarga Ísrael.

 


mbl.is Ísraelar skjóta sjö Palestínumenn til bana á Gaza-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband