Leita í fréttum mbl.is

Miðbærinn og ráðaleysi þeirra sem þar höndla um skipulag.

Ég hlustaði á Vilhjálm í dag og Gísla Martein. Og svei mér þá ég skildi ekki hvað Vilhjálmur var að fara. Hann var sífellt að tala um veggjakrot á meðan að fréttamaður var að tala um tóm hús og brotnar rúður sem og að skortur á heilstæðri áætlun um hvernig miðbærinn á að vera. Ef að engin býr eða nýtir húsin verða þau sífellt fyrir aðkasti og húsbroti. Og ég held að engum finnist prýði að húsum með neglt fyrir glugga og hurðir.

Hef heyrt í bæði erlendum sérfræðin sem og fyrrum frétta manni RÚV sem hefur rannsakað þróun miðbæja. Og þeir leggja báðir áherslu á að við verðum mynd miðbæjarins bæði með því að halda í þessi gömlu hús sem þar eru. Auðveldum eigendum að gera þau upp og ýmsir möguleikar nefndir í því sambandi. Þar sem verði byggt verði byggt í stíl þeirra húsa sem fyrir eru. Einnig nefnt að lögð yrði áhersla á hvaða starfsemi yrði á hverju svæði og t.d. gert ráð fyrir hugbúnaðar og tölvufyrirtækjum á ákveðnu svæði (þá væntanlega verið að vísa til þess að bæði lagnir þar og húsnæði geri ráð fyrir þeim möguleikum.

Finnst nauðsynlegt að borgin taki nú ákvörðun um nýtt deiliskipulag/aðalskipulag á þessu svæði svo öllum verði ljóst hvað þarna má og má ekki. Þá losnum við að húsin séu viljandi látin grotna niður á skömmum tíma svo hægt sé að byggja þar miklu stærri byggingar en fyrir eru.

Og þegar menn vita að þeir fá ekki leyfi til að rífa eða byggja þá hefst endurbygging þessara húsa. Reyndar finnst mér að nokkur þeirra meigi hverfa að skaðlausu en hvað veit ég.

Þetta kostar Reykjavík töluvert og þessi kaup þeirra á Laugavegi 4 og 6 flækja málin. En á móti kemur að Reykjavík hagnast á því ef Miðbærinn verður eftirsóknarvert svæði fyrir bæði okkur og túrista.

Smá viðbót!

Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn (t.d. í Borgarstjórn) bregðist við einhverju áður en þessi mál eru komin á það stig að allir er orðnir reiðir og þetta er orðið að fjölmiðlamáli.  Þeir hljóta náttúrulega að sjá t.d. ástandið í Miðbænum en virðast sleppa sér í að ræða þetta fram og aftur í ár og áratugi og gera minnst lítið nema á svona 500 fm svæði í einu. Af hverju er t.d. ekki haldin skipulagskeppni um gamla Miðbæinn og Laugarveg i heild og síðan valdar út best heppnuðu tillögurnar og borgarbúum leyft að kjósa milli þeirra. Kosningar í dag eru svo lítið mál! Stór hluti reykvíkinga gæti kosið á netinu.


mbl.is Átak gegn niðurníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reykjavík, Borgin Okkar Látum Ekki Sóða, Veggjakrotara og Aðra Aumingja Skemma Fallegu Borgina Okkar Fyrir Okkur

Reykjavík, Borgin Okkar (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:44

2 identicon

Ég er sammála því að borgaryfirvöld hafa verið furðulega sofandi og hikstandi í öllum málum sem varða útlit miðborgarinnar.  Auðvitað á að rífa öllu þessi eldgömlu og forljótu hús sem eru búin að gegna sínu hlutverki og eiga því að víkja fyrir vel hönnuðum og fallegum nýbyggingum sem gætu gert borgina okkar aðlaðandi og sambærilega við höfuðborgir nágrannalandanna.  Látið ekki sjálfskipaða fortíðarhyggjupostula og nokkra villuráfandi arkitekta rugla ykkur í ríminu.  Lofið heilbrigrðri skynsemi að ráða ferðinini.  Ella munun eftirkomendur okkar fordæma ykkur.  Þetta eru skilaboð mín til borgaryfirvalda, fyrrverandi og núverandi.

Solvi Eysteinsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Mér finnst að það fólk sem hefur verið kosið í borgarstjórn s.l. 12-20
ár hafi ekki verið vandanum vaxið. Skipulag miðborgarinnar er þar
rækasta sönnunin. Við erum að gera sömu mistökin og voru gerð
úti í Evrópu fyrir 40-50 árum.  Ekki að furða að REI-mistökin og allt
klúðrið kringum það hafi geta  gerst í ljósi þessara vanhæfu borgar-
fulltrúa. Og þá er ég að tala um fulltrúa ALLRA FLOKKA!  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.3.2008 kl. 22:44

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já það eru allir sem eiga sök á þessu engin undanskilin. Þeir eiga ekki að láta nokkra húseigendur koma í veg fyrir að þarna verði tekið heilsteypt á málum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.3.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband