Leita í fréttum mbl.is

Þó að ég sé sammál því að öryrkjar og ellilífeyrisþegar ættu fá miklu meira! ÞÁ gleyma þeir...

Það eru umtalsverðar breytingar á þeirra kjörum á leiðinni:

af www.tr.is

1. apríl 2008

  • Skerðing bóta vegna tekna maka verður afnumin.
  • 90.000 kr. frítekjumark á fjármagnstekjur á ári gildir frá 1. janúar 2007. Leiðrétting vegna ársins 2007 verður gerð við endurreikning þess árs.  Þann 1. apríl kemur til greiðslu leiðrétting vegna 2008 til þeirra er þessi breyting varðar.
  • Skerðingarhlutfall vegna tekjutenginga ellilífeyris lækkar úr 30% í 25%.
  • Vasapeningar hækka í 38.225 kr. á mánuði og frítekjumark verður afnumið.

 

1. júlí 2008

  •   Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega 67-70 ára hækkar í 100.000 kr. á mánuði.        
  • Aldurstengd örorkuuppbót hækkar.
  • Frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna örorkulífeyrisþega verður 25.000 kr. á mánuði.

 Einnig er þar að finna:

Í tengslum við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefur fjármálaráðuneytið reiknað út að meðaltalshækkun lægstu launa þann 1. febrúar samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007. Í samræmi við það hefur félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, undirritað reglugerð sem kveður á um hækkun lífeyris almannatrygginga hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum um 4% frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Hækkunin tekur til allra lífeyrisflokka almannatrygginga og kemur til viðbótar þeirri 3,3% hækkun sem kom til framkvæmda 1. janúar síðastliðinn. Frá áramótum hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% eða sem nemur um það bil 9.400 krónum á mánuði miðað við óskertar bætur.

Og einnig stendur þar:

 Félags- og tryggingamálaráðherra hefur einnig í samráði við forsætisráðherra ákveðið að fela nefnd sem vinnur nú að endurskoðun almannatrygginga að móta tillögur að sérstöku lágmarksframfærsluviðmiði fyrir lífeyrisþega og jafnframt flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Lágmarksframfærsluviðmiðið taki meðal annars tillit til hækkunar lægstu launa í nýgerðum kjarasamningum og liggi fyrir eigi síðar en 1. júlí 2008.


mbl.is Segja ekki staðið við samkomulag um hækkun bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Allt gott og blessað svo langt sem það nær. En höfuðmálið í öllu
þessu er hvernig verðbólgan og stjórn efnahagsmála þróast á næstu ánuðum og misserum. Fari allt úr böndunum eins og því miður
allt stefnir í, tapa allir, mest þeir verst settu. Því miður! 

Samt, höldum í vonina Magnús...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.3.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já ég er sammála þér. Það er líka það sem ég óttast að það verði að lokum að grípa til aðgerða eins og 1991 minnir mig þegar að launin verða fryst og ríkið sker niður. Þá verður að standa vörð um að þeir sem verst hafa kjörin verði í algjörum forgang um öllum álögum á þá verði létt af. Ég er anskoti hræddur um að verðbólgan náist ekki niður nema með svo rótækum aðgerðum að öllum eigi eftir að svíða. Og framkvæmdar gleðin verður að bíða því neikvæður viðskiptajöfnuður verður að minnka.  Þessi framkvæmdargleði okkar eins og Kárhnjúkar og fleira er náttúrulega eins og að framkvæma eitthvað út á pappírs peningar þar sem þetta er allt tekið að láni. Og útfluttningur eða tekjur á móti eru ekki farnar að tikka neitt innn og gera það reyndar ekki því þær fara allar fyrstu áratugina í að borga af þessum lánum.

EN ég hef áhyggjur af öryrkjum og ellilífeyrisþegum. Þetta verður erfitt næstu misseri. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.3.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband