Leita í fréttum mbl.is

Ekki var þetta nú uppörvandi hjá Ólafi F

Var að lesa eftirfarandi i Fréttablaðinu nú á sunnudag:

"Ég geri mér vel grein fyrir alvarleika málsins og ætla mér að bregðast við. Ég held að bæði umræðan og tillögur í borgarstjórninni á næstunni muni leiða það í ljós," segir borgarstjórinn sem leggur áherslu á að vanda þurfi til verka.

"Umræðan hefur leitt í ljós að þeim borgum sem bera gæfu til að sameina söguna og uppbygginguna í miðborginni vegni betur til lengra tíma litið," segir borgarstjóri og ítrekar verkin verði látin tala. "Þess mun sjá stað eftir tvö ár að það hefur orðið veruleg umbreyting til hins betra í miðborginni og sérstaklega á Laugaveginum. Ég heiti því."

Er ekki viss um að fólk sé tilbúið að bíða í 2 ár eftir að sjá árangur. Finnst þetta reyndar út í hött. Eins þegar að hann segir í sömu grein:

"Öryggismál miðborgarinnar og endurreisn Laugavegarins eru mín hjartans mál," segir Ólafur F. Magnússon borgarstjóri sem kveður ástandið í miðbæ Reykjavíkur óásættanlegt vegna húsa sem þar drabbast niður.

"Ég lofa því að þessi mál verða sett á dagskrá alveg á næstunni og að snúa vörn í sókn. Þetta óviðunandi ástand er arfleið frá fyrri meirihlutum sem við ætlum okkur að bæta úr," segir Ólafur sem boðar áætlun um stóraukið öryggi og bætta umgengni á Laugavegi og annars staðar í miðborginni.

Ég man nú ekki eftir svona ástandi í Miðborginni fyrir 2 árum. Það var jú eitthvað um veggjakrost en felst húsin voru í notkun. Eins finnst mér eitthvað skrítið þegar hann hefur sagt að það verði ekki fyrr enn seint á þessu ári sem farið verður í að byggja upp Laugarveg 4 og 6 sem og húsin sem brunnu niður á Lækjartorgi.

Maðurinn hlýtur að gera sér grein fyrir að hann á ekki eftir að vera borgarstjóri nema í 11 mánuði í viðbót þannig að hann er að lofa lagnt fram á tímabil annarra. 

 


mbl.is Kraumandi óánægja kaupmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband