Leita í fréttum mbl.is

Ætli Exista sjá fram á styrki frá Ríkinu

Finnst furðulegt að Exista sé að kaupa í Kaupþingi nú þegar bankarnir sæta ágjöf. Kannski að þeir viti um eitthvað sem er að fara að gerast. Hef nú ekki séð að umræðan um horfur í bankamálum séu slíkar að þeir séu efnileg fjárfesting. Þó reyndar flestir séu á því að þeir standi styrkum fótum þá fá þeir ekki lán og gætu orðið gjaldþrota vegna skorts á lausafé. En er Spron ekki stórt í Exista. Spron er kannski að spá í að yfirtaka Kaupþing. EN það er nú varla þar sem að virði SPRON hefur hrapað síðan það fór á markað.
mbl.is Exista kaupir hlut í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil ekki vera leiðinlegur en þetta eru gífurlega heimskar, illa rökstuddar og óábyrgðarfullar pælingar hjá þér.

Þú veist greinilega ekkert hvað þú ert að tala um

Þorgeir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei sennilega alveg rétt hjá þér. En af hverju kaupa menn í banka á Íslandi akkúrat núna þegar að allir eru að tala um að skuldatryggingarálag sé svo hátt hjá þeim og þeir eigi erfitt með að taka lán. Erlend greiningarfyrirtæki tala um að ríkið verði að styðja við bankana með því að yfirtaka skuldabréf þeirra því annarrs gæti voðin verið vís? Er furða þó maður velti þessu fyrir sér? Af hverju eru þeir að kaupa núna? Hef ekki séð að Exista, SPRON, SKIPTI hafi verið beint að auka eignir sínar síðustu mánuði? Er ekki rýrnun í hlutafé í þessu fyrirtækjum um eða yfrir 40%

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.3.2008 kl. 21:00

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ps las þetta á http://blogg.visir.is/markadurinn/2008/03/30/rikisstjornin-tekur-evrur-a%c3%b0-lani/

"Samkvæmt mínum heimildum er búið að tryggja lán ríkisins uppá 3 milljarða evra (um 370 milljarðar ísl. kr.) sem verður lagt inn í Seðlabankann. Ekki er vitað hvernig fjármálafyrirtæki geti nálgast þessa peninga en líklega munu þeir geta lagt inn einhverja pappíra í Seðlabankann í staðinn fyrir íslenskar krónur eða evrur."

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.3.2008 kl. 21:04

4 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Þú segir nokkuð, þeir ættu auðvitað miklu frekar að kaupa þegar verðið er hærra. : )

Það er rökrétt að kaupa þegar undirliggjandi rekstur þykir betri en verðið segir til um. Það getur til dæmis gerst þegar verðið hefur pusast niður af því að mjög margir eru í vandræðum og geta ekki keypt (og hafa jafnvel neyðst til að selja), og enn fleiri eru hræddir og þora ekki að kaupa þótt þeir gætu.

Exista er nú þegar stærsti hluthafinn í Kaupþingi, með menn í stjórn, og hefur þannig betri forsendur en flestir aðrir til að meta  hvort undirliggjandi rekstur félagsins er verðmætari en sem nemur núverandi markaðsverði.

Gunnlaugur Þór Briem, 1.4.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég hef náttúrulega ekki hundsvit á þessu. En nú í dag 1 apríl klukkan 14:30 þá er staðan

Kaupþing banki hf.792,001.903,7m-1,37% (-11,00)

 Þannig að ekki hafa þeir a.m.k. grætt frá því í gær. Eins þá finnst mér þessi markaður furðulegur. Í dag var tilkynnt að Kaupþing ætlaði að lána SPRON um 5 milljarða, Spron á í Exista sem var að kaupa í Kaupþingi. Og Kaupþing var að eignst stærri hlut í Exista í gegnum hlutabréf í Skiptum.

Það er ekki hægt að segja að það séu margir aðilar sem haldi út þessum hlutabréfaviðskipurm hér á landi. Og allir eiga hlut í hinum samkeppnisaðilum og öðrum fjármálafyrirtækjum hér á markaði. Og svo eiga fyrirtækin dótturfélög sem eiga í aðalfélögunum. Ég hélt að þau væru að reyna að hætta þessum krosseignatengslum sínum

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.4.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband