Leita í fréttum mbl.is

Svona fullyrðingar eru út í hött.

Flokkur sem vill láta taka sig alvarlega segir ekki svona: "Stóriðjustefnan er á fullri siglingu, drifin áfram meðal annars af ráðherrum Samfylkingarinnar"

Ef að fólk hefur hlutstað á ráðherra Samfylkingar síðustu dag þá hefur m.a. Ingibjörg, Þórunn og fleiri talað um að það sé ekki heppilegt að fara í stóriðju núna. Þórunn hefur talað um að hún því miður hafi ekki lögheimildir til að taka þessa kæru Landverndar um heildarmat umhverfisáhrifa en bent á að rafmagnslínur og virkjanir eigi eftir að fara í gegnum mat. Hún síðan talað um að breyta lögum svo umhverfisráðherra hafi meir um þetta að segja.

Held líka að menn ættu kannski að koma fram með einhverjar fullmótaðar tillögur sem eru raunhæfar og fullmótaðar um aðrar lausnir fyrir t.d. Húsvíkinga, áður en þeir gagnrýna aðra.

Vg hendir alltaf fram einhverjum hugmyndum hér og þar en engar útfærslur eða útreikninga á þeim.


mbl.is Stóriðjustefna drifin áfram af ráðherrum Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hundshausinn

Ráðherrar Samfylkingarinnar höfðu alla möguleika á að fylga eftir loforðum sínum fyrir síðustu alþingiskosningar. Hvorki skorti lagalegar heimildir né úrræði, einungis kjark og staðfestu til að fylgja loforðunum eftir. Mikill stuðningsmannaflótti er nú frá Samfylkingunni og mun hann verða varanlegur vegna þess...

Hundshausinn, 5.4.2008 kl. 19:48

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það væri ótrulega gaman að fá nú einusinni að vita hvað eitthvað annað er

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.4.2008 kl. 20:34

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Óg hvað hefðu þeir átt að gera? Þórunn hefur eftir skoðun sagt að hún hafi ekki tækifæri á að vísa kæru landsverndar frá. En þó hún hefði krafist að umhverfismat yrði gert fyrir alla framkvæmdir í heild hefði það ekki tafið verkið neitt að ráði. Það á jú eftir að gera umhverfismat fyrir raflínum og virkjunum en búið að gera mat fyrir álverið sjálft. Ef hún hefði tekið kæruna til greina. Þá hefði samt sem áður tafið málið lítið. Það er ekki enn komið leyfi fyrir orkumannvirkjum og virkjun. Og ég held að menn séu nú ekki að leggja í miklar byggingar fyrr en þeir vita hvort það komist í gegn.

 Þá er og ljóst að nú eru völdin varðandi stóriðju og virkjanir komnar nær alfarið til viðkomandi sveitarfélaga.

Þórunn er að tala um að breyta lögum þannig að við höfum meira um þetta að segja. Þannig að ég sé ekki annað enn að fólk sé að uppfylla loforð sín.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2008 kl. 21:07

4 Smámynd: Björn Finnbogason

Það á ekki að taka þátt í að kommenta á svona bull yfirlýsingar.  Það er eins og að á Akureyri fæðist fólk á heilsugæslunni, fari svo í skólana, síðan til baka á ellideildina og allt ókeypis í strætó!  Hvað kostar það og hver borgar?  Sennilega þessi "einhver" eða "eitthvað annað" sem er flokksbundið í VG að því er virðist!!!

Alþingi breytti lögum í það horf sem nú er.  Ég sé enga ástæðu til þess að þingmenn eða ráðherrar eigi að ráða meiru um hagsmuni sveitarfélaganna en þeir sem búa þar- hvaða "iðja" sem á í hlut, stór eða smá.

Björn Finnbogason, 5.4.2008 kl. 21:27

5 Smámynd: corvus corax

Flokkur sem vill láta taka sig alvarlega segir einmitt nákvæmlega svona: "Stóriðjustefnan er á fullri siglingu, drifin áfram meðal annars af ráðherrum Samfylkingarinnar" vegna þess að fulltrúar stóriðju-samfylkingarinnar bulla út í eitt um stóriðjustopp en þegar þeir eiga þess kost að láta verkin tala og aðhafast gegn stóriðjunni gera þeir nákvæmlega eins og sjálfgræðgisflokkurinn vill því enn hafa lýðskrumararnir í samfylkingunni ekkert afrekað í ríkisstjórn annað en sleikja afturendann á sjálfgræðgismönnum. Stefna stóriðju-samfylkingarinnar er nefnilega tvöföld eins og fulltrúarnir, ein í orði en algjörlega þveröfug á borði. Umhverfisráðherrann varð uppvís að svikum við kjósendur þegar til átti að taka og einkaþotuvæddi utanríkisráðherrann hefur margsinnis orðið ber að því að halda uppi stefnu og merkjum sjálfgræðgismanna hvað sem líður öllum kjaftavaðli um eitthvað annað. Niður með stóriðju-samsvikafylkinguna, fjandinn hirði öll hennar verk nú og alltaf.

corvus corax, 6.4.2008 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband