Leita í fréttum mbl.is

Var að kíkja á þessi gögn varðandi hleranir.

Af ruv.is  

Þjóðskjalasafn birtir öll gögn

Þjóðskjalasafnið hefur birt öll gögn sem þar eru um símhleranir stjórnvalda á heimasíðu sinni. Strikað hefur verið yfir nöfn og símanúmer þeirra sem voru hleraðir. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir engar lagaheimildir hafa verið fyrir því að meina borgurum landsins um aðgang að gögnunum. Hann sér heldur enga ástæðu til þess að strika yfir nöfn og númer.

Þjóðskjalasafnið birti nú síðdegis öll gögn sem eru í vörslu safnsins um símahleranir stjórnvalda á árum áður, á árunum frá 1949 til 1968. Þetta eru gögn frá dóms og kirkjumálaráðuneyti og Sakadómi Reykjavíkur. Birtar eru myndir af frumgögnunum á vef safnsins, í svonefndum pdf-skrám. Alls eru þetta 70 síður af gögnum, ýmist vélritaðar eða handskrifaðar. Safnið birtir gögnin með fyrirvara um að persónuupplýsingar hafi verið þurrkaðar út úr gögnunum, í samræmi við sjónarmið 71.greinar stjórnarskrárinnar, um friðhelgi einkalífsins.
Þetta er nú bara ómerkilegar endurtekningar mest af þessu. Nema hvað a.m.k. 1949 er talað um að lögreglan skrái niður samtölinn. Þau er samt ekki að finna þarna. Hefur kannski verið eitt.
En í ljósi þess að milli 1950 til 1975 þá voru margir Íslendingar sem fengu ekki áritun til að komast til USA þá bendir það til að einhverstaðar var safnað gögnum og væntanlega hleranir.um fólk sem Bandaríska sendiráðið hafði aðgang að  Kannski búið að brenna það núna en hver veit. Kannski einhverstaðar í góðri geymslu tilbúið til notkunar fyrir væntanlega leyniþjónustu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband