Leita í fréttum mbl.is

Þetta hlýtur að gleðja þá sem fara hér hamförum gegn múslimum

Þessi atburður er eimitt ávöxtur af haturs umræðu sem nú má greina hér á blogginu á Íslandi. Þar er alið á hatri gagnvart fólki sem á það eitt sameiginlegt að trúa á Kóraninn. Fólk sem er eins fjölbreytt og við hér á Vesturlöndum en eins og hjá öðrum þá er þar innan um öfgamenn eins og hjá okkur.

Af mbl.is

Erlent | mbl.is | 6.4.2008 | 15:35

Grafir múslíma svívirtar

148 grafir múslíma í stærsta grafreit úr fyrri heimsstyrjöldinni í Frakklandi. Var svínshaus hengdur á einn legstein og niðrandi ummæli um dómsmálaráðherra Frakklands, sem er múslími, krotuð á aðra.

Það er næsta ljóst að þeir sem skrifa eins maður les hér á blogginu eru að vonast til þess að hér á landi vakni hópar fólks sem sameinist um hatur sitt gegn múslimum og svona birtist það.

Halda menn að þessi skrif æsi ekki upp óvild sem síðan leiðir til ofbeldis hjá fólki sem sem er illa upplýst og heldur að lausn vanamála sé að beita kúgun og ofbeldi. Þetta ætti t.d. maðurinn sem heldur úti http://hrydjuverk.blog.is að athuga.

Svona varð líka til þess að íslamskir öfgamenn fengur byr í seglin. Þeir þrífast á umræðu innan síns samfélags um hvað Vesturlönd séu á móti þeim og aðrræni. Og staða í málum Ísrael og Palesínu er olían sem kyndir bálið.

Kristið fólk eða fólk sem kallar sig kristið er líka að fremja óhæfuverk. Öfgasöfnuðir í USA gifta börn. börn innan þeirra eru að eignast börn og konur eru barðar til undigefni.

Af mbl.is

Talið er að um 150 manns búi á búgarði söfnuðarins skammt frá Eldorado í Texas. Alls eru um 10.000 manns í söfnuðinum, búsettir í Arizona og Utah, auk Texas.

Söfnuðurinn klofnaði frá Mormónakirkjunni fyrir rúmri öld. Meginkenningarnar sem söfnuðurinn fylgir hljóða upp á að karlar verði að taka sér að minnsta kosti þrjár konur til að komast til himna, og að konur eigi að vera eiginmönnum sínum undirgefnar.

Við látum börn í öðrum heimsálfum þræla í verksmiðjum til að framleiða vörur fyrir okkur. Við ráðumst á heila þjóð vegna meintra öryggis hagsmuna og allir óbreytti borgarar sem látast við þær aðgerðir eru bara nauðsynleg fórn.

Held að fólk ætti að varast að halda að Vesturlönd séu svo fullkomin og heilög og hvað þá þeir kristnumenn sem hér fara hamförum við að ala á hatri og ranghugmyndum. Væri kannski rétt að skoða það að þessi trúarbrögð haf að mestu getað lifað saman án átaka í heiminum í árhundruð með nokkrum undantekningum.


mbl.is Grafir múslíma svívirtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gaman að svona athugasemdum. Þær dæma síg sjálfar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.4.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: el-Toro

ég gæti ekki verið meira sammála þér Magnús

el-Toro, 6.4.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þá bara sleppir þú því að lesa þetta blogg herra Ragnar rökvísi. Af hverju heldur þú að þessar grafir hafi verið svívirtar. Gæti það ekki verið vegna þess að þeir sem þetta gerður hafa lent í áróðri um hversu slæmir múslímar eru?  Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Það er umræða sem innrætir svona í menn. Menn sem ekki eru færir um að greina hvað er satt og hvað er logið í svona málum.

Það er talað um málefni múslima eins og það séu hér hryðjuverk í hverju landi á hverjum degi. Minni á að það hefur engin dáið úr vegna hryðjuverka hér á vesturlöndum síðustu ár.  Og þá er ekki gerður neinn greinarmunur á þeim múslimum sem hafa lifað í Evrópu og USA í áratugi og aldrei verið til vandræða. Heldur er allir stimplaðir af þessum til töluleag örfáum sem teljast öfgamenn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.4.2008 kl. 18:16

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Tek undir orð Ragnars

Alexander Kristófer Gústafsson, 6.4.2008 kl. 22:12

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gott hjá þér Alexander. Kýkti á síðunna þína og sé að ég hef engar áhyggjur af því að þú ert ekki sammála mér. Ég er líka gjörsamlega ósammála því sem þú skrifar á þinni síðu. T.d. eins og að Carter hafi verið verst forseti USA

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.4.2008 kl. 22:19

6 Smámynd: Kári Gautason

Heyr heyr Magnús...

Svona hræðslu og haturs áróður er aumkunarverður sem sumir halda úti hérna.

Kári Gautason, 6.4.2008 kl. 22:32

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk Kári Ég kíkti á bloggið þitt um Írak stríðið og er sammála þér!

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.4.2008 kl. 22:42

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Var að lesa á síðunni þinni Ragnar eftirfarandi:

Kæru múslimar,það eru þið sem eruð móðgunin,ekki við.Við fáum ekki að halda okkar siði í ykkar löndum en eigum svo að svínbeygja okkur fyrir frekjunni í ykkur.Það er mikill meirihluti mannkyns annarrar trúar en ykkar og ykkur kemur það bara andskotann ekkert við.Það er engin sem hefur fært sönnur á að ykkar trú sé sú rétta.

Hefur þú farið til landa sem aðhyllast múslima trú og ekki fengið að halda í þína siði. Held nú í flestum löndum getir þú það nokkurn veginn. Nema kannski í löndum eins og Íran. Þú gerir þér væntanlega grein fyrir að þeir sem aðhyllast múslimatrú eru fleiri en kristnir?

Og er það ekki einmitt sem þú ert að segja að þeir megi ekki halda í sína siði í okkar löndum? Þú sem ert að kvarta yfir því að við fáum ekki að halda í okkar siði í þeirra löndum.

Verð nú að segja að bloggið þitt er ekki beint kristilegt aðeins verið að reyna að ala á hatri á útlendingum og sérstaklega múslimum. Þú manst væntanlega að þessar árásir á Tvíburaturnana og aðrar voru fyrir 7 árum. Þá dóu hvað eitthvað um 3500 manns. Í Bandaríkjunum eru fleiri drepnir af öðrum Bandaríkjamönnum á ári. Eigum við þá ekki að vara okkur á að hleypa fólki frá USA til landsins.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.4.2008 kl. 00:28

9 identicon

Svona svona Ragnar minn...

Umburðarlyndisfasismi..það er gott grín, en bara bull..

 Þeir sem skrifa eins og þú eru eitt eða fleira: fáfróðir, hræddir, lágt sjálfsmat.

Benedikt (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband