Leita í fréttum mbl.is

Ég sýndi nú fyrri ferðinni til Búkarest skilning en nú eru menn farnir að ögra þjóðinni

Held að nú þegar að ríkisstjórn er að hvetja fólk til að spara og skera niður ásamt því að baráttan við verðbólgu og þenslu stendur yfir, verð ég að segja að nú er Geir Haarde farinn að ögra okkur. Bendi á að en er ósamið við okkur ríkisstarfsmenn og ef að svo mikið er af peningum til í kerfinu þá hlýtur að vera lag að leiðrétta laun okkar í samræmi við laun á almenna markaðnum. Hjá okkur í BHM er skv. skoðunarkönnun talið að það sé um 28% hækkun á launum sem þurfi.

Vísir, 06. apr. 2008 21:11

Geir með leiguvél til Svíþjóðar

mynd
Geir H. Haarde ferðast mikið þessa dagana.

Geir H. Haarde forsætisráðherra heldur til bæjarins Riksgränsen í Svíþjóð seinni partinn á morgun í leiguvél frá flugfélaginu Erni. Tilgangurinn er að sækja fund norrænu forsætisráðherranna og er kostnaður 800 til 900 þúsund krónum meiri en ef um áætlunarflug væri að ræða eftir því sem fram kemur í tilkynningu á vef Forsætisráðuneytisins.

Bendi líka á að þingmenn sem eru að býsnast yfir kostnaði við þotuna sem Geir og co tóku til Búkarest eru nú í óðaönn að ráða sér aðstoðarfólk sem kostar nú á ári svipað og þotan góða. Það má gera ráð fyrir að hver aðstoðarmaður í 30% starfi kosti með launatengdum gjöldum minnst um 1,5 milljónir.

Síðan er ekki enn búið að endurskoða eftirlaunafrumvarpið. Það þýðir ekki að ætla að draga það að breyta því þar til að Davíð er hættur í Seðlabankanum. Þetta þarf að gera strax. Ef að nást á sátt í þjoðfélagið verða allir að taka á sig þungan af samdrættinum.


mbl.is Forsætisráherra á ferð og flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mæl þú manna heilastur.....lestu blogg mitt ;uppreisn;

Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband