Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Já er það ekki!
Hvað á Lárus Welding við þegar hann segir: ".......og velti því upp hvort núverandi vanda peningastefnunnar og ójafnvægi efnahagkerfisins megi að hluta til rekja til þess að skipulagi Íbúðalánasjóðs var ekki breytt samhliða því að Seðlabanka var gert að taka upp verðbólgumarkmið. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins."
Mér finnst að bankarnir fari nú hamförum í að finna blóraböggla til að kenna um þá stöðu sem er í dag hjá þeim. Sem væri nú í sjálfu sér allt í lagi ef það væri ekki flestum ljóst að megin sökin liggur hjá þeim. Þeir hafa farið offari í fjárfestingum og útþenslu þrátt fyrir aðvaranir. Lánuðu eins og brjálæðingar öllum sem lán vildu taka til a reyna að ýta íbúðarlánasjóði af markaði. Borga stjórnendum sínu laun í hundruð ef ekki miljarðavís. En t.d. vildu ekki lána fólki út á landi. Svo voga þeir sér að reyna að kenna íbúðarlánasjóði um stöðu sína. Bendi t.d. á að Glitnir ætti kannski um 300 milljónum meira ef Lárus hefði verið ráðinn inn á venjulegan hátt eins og aðrir starfsmenn ekki fengið 300 milljónir fyrir að hefja störf.
Síðan er þetta útlendum mönnum að kenna sem hittust hér og voru að plana samsæri! Þá er þetta líka bandarískum bönkum að kenna sem lánuðu of djarft til húsnæðiskaupenda.
Ekkert er íslensku bönkunum að kenna. Þó þeir hafi ruglað saman banaka og fjárfestingum í áhættuviðskiptum. Þeir vita varla enn hvort þeir eru fjárfestingarfélag sem tekur jen óverðtryggð á 1% vöxtum og lánar okkur á 6 til 7 % vöxtum ásamt þvi að hirða verðtryggingu í hagnað. Svo bara allt í einu eru engin jen hægt að fá að láni á hagkvæmu vöxtum og þá er það íbúðarlánsjóð að kenna.
Þeir hamstra erlendan gjaldmiðil og fella krónuna ásamt fleirum það eru náttúrulega við sem blæðum fyrir það.
Nú í dag getur íbúðarlánsjóður ekki lánað nema um 18 milljónir og þá aðeins ef að brunabótamat er nóg hátt ti að þessar 18 milljónir séu aðeins um 80% af því . Bankarnir voru að lána út á markaðsvirði og sennilega rúmlega það. Þeir keyrðu upp verð á markaði til að geta lánað meira. Þeir ættu svo sannarlega að líta í eigin barm.
Er sammála Davíð held ég bara að bankarnir hafi verið seldir einkaaðilum. Þeir hafa farið svona með eign sína og við eigum ekkert að vera púkka upp á þá. þó það sé erfitt núna. Eða eins og Davíð sagði að ef þeir treysta á ríkisábyrgð þá hefðu þeir átt að seljast á hærra verði.
Lárus Welding: Skýtur skökku við að ríkið reki banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:12 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Líklega ætlar nú enginn að treysta á ríkisábyrgð. Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að ríkisábyrgð þýðir ekki að ríkið gefi bönkunum pening. Það þýðir að ríkið lánar pening gegn gjaldi eða eignarhlut í bankanum. Það gæti t.d. þýtt að ríkið eignaðist bankana aftur á útsöluprís ef bankarnir þurfa á hjálp ríkisins að halda. Spurningin er bara hvort ríkið hafi burði til að gera nokkurn skapaðan hlut. Seðlabankinn er með gjaldeyrisforða upp á 200 ma. Held að bæði LAIS og KAUP séu með meiri gjaldeyrisforða heldur en það. Bankarnir eru orðnir stærri en Seðlabankinn þannig að það verður erfitt fyrir ríkið að gera mikið í málinu.
Maelstrom, 10.4.2008 kl. 17:08
Og þú heldur kannski að eins og verð er að tala um 900 milljaðra lán eigi ekki eftir að veikja lánshæfi ríkissjóðs. Og eins að bankarnir séu tilbúinir að borga fyrir þá peninga sem þeir fá þannig frá Seðlabankanum með eðlilegum kjörum!
Hef alla trú á því að til lengdar þurfi íslenskir bankar að taka verulega til hjá sér. Held að það hafi vantað allar vitrænar framtíðaráætlanir hjá þeim. Sem og að eins og ég hef heyrt að það fari illa saman að vera með venjulega bankastarfsemi blandaða inn í fjárfesingar og áhættusækin rekstur. En með þvi haf þeir getað notfært sér háar afborganir lántakenda hér af verðtryggðum lánum með háum vöxtum sem bankinn endulánar af yenum sem hann færi á lágum vöxtum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.4.2008 kl. 17:20
Er það bankanum að kenna að fólk taki lán? Ég held maður ráði því alveg sjálfur hvort maður taki lán eða ekki...
Sigurður Garðar (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 17:36
Bankarnir myndu fá peningana á millibankakjörum með álagi. Alla jafna þá eru bankar að taka þessi lán hjá Seðlabönkum sinna landa og þetta eru oft frekar dýr lán. Nú ára bara þannig að markaðurinn er orðinn svolítið ruglaður og þá eru þessi lán orðin eftirsótt. Því miður er bara ekki mikið að sækja í Seðlabanka Íslands því hann er svo lítill.
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði sérstaklega vexti á svona lánum til bandarískra banka til að styðja við þá. Því skyldi íslenski Seðlabankinn ekki gera svipaða hluti í stað þess að gera ekki neitt.
Maelstrom, 10.4.2008 kl. 17:41
Seðlabankinn er auk þess rekinn með verðbólgumarkmið sem stefnu. Hann á að halda verðbólgu niðri. Ég myndi segja að partur af því að halda verðbólgu niðri sé að stýra genginu að einhverju marki. Þegar krónan er of sterk á bankinn að kaupa gjaldeyri því annars tryllist lýðurinn og kaupir jeppa frá US á bílalánum...það veldur verðbólgu. Ef krónan veikist í kjölfarið, þá hirðir SÍ gengismun og hagnast. Ef krónan veikist of mikið, þá á Seðlabankinn að kaupa krónu, því annars hækka innfluttar vörur of mikið og það veldur líka verðbólgu. Það er því skynsamlegt fyrir Seðlabankann að halda genginu "réttu" því að stuðlar að stöðugleika og lágri verðbólgu.
Það þýðir ekkert fyrir SÍ að berja hausnum við stein og hækka bara stýrivexti. Það er bara ekkert að virka.
Maelstrom, 10.4.2008 kl. 17:57
Sigurður það er nú ekki sá vandi sem stendur næst fólki í dag. Fólk fær ekki lán til íbúðarkaupa nema frá Íbúðarlánasjóði og lífeyrissjóðum. En við það að bankarnir fóru að bjóða upp á 4,15% lán upp að markaðsvirði íbúðar þá jókst íbúðarverð. Bankarnir auglýstu lánin eins og það væri ekkert mál að borga af þeim. En vandamál bankana í dag er að þeir taka lán til að endurlána okkur. Þau lán eru bara til nokkurra missera. Þeir haf hingað til greitt þau upp og tekið ný á sömu kjörum og þannig innleyst hagnað í vaxtamun og verðtryggingu. En nú fá þeir ekki lán á þessum kjörum.
Og með það hvort að það sé bönkunum að kenna að fólk taki lán þá er það spurning. Ef að fólki er innprentað að það geti bara tekið 100% lán fyrir húsnæði sem það er að kaupa því að verðið muni bara fara upp eins og greiningardeildir bankana héldu fram. Sögðu m.a. að verðið mundi aldrei lækka aftur nema um eitthvað lítilræði í skamman tíma, þá er eðlilegt að fólk sjái sér hag í þvi að taka slíkt lán og reikna með að eignarhluti aukist með hækkuðu verði.
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.4.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.