Leita í fréttum mbl.is

Nauðsyn á uppstokkun í Seðlabanka

Heyrði í kvöld ummæli Gylfa Magnússonar um það að menn væru almennt búnir að missa trú á Seðlabankanum. Þrátt fyrir okurvexti þá hefði hann engum tökum náð á ástandinu. Hann hefði ekki á undaförnum árum komið sér upp gjaldeyrisforða sem að nokkru næmi.

Hann benti á að nauðsynlegt væri að stokka upp í Seðlabankanum. Nefndi sérstaklega seðlabankastjóra og bankaráðið. Enda þegar maður lítur á lista yfir þá sem þar sitja er manni til efs að þarna fari sérfræðingar í málefnum seðlabanka og starfa þeirra.

Aðalmenn
Halldór Blöndal, formaður
Jón Sigurðsson, varaformaður
Erna Gísladóttir
Ragnar Arnalds
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Jónas Hallgrímsson
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ( kosin 3. október 2007 í stað Jóns Þórs Sturlusonar)

Varamenn
Halla Tómasdóttir
Birgir Þór Runólfsson
Tryggvi Friðjónsson
Sigríður Finsen
Guðný Hrund Karlsdóttir (kosin 3. október 2007 í stað Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur)
Ingibjörg Ingvadóttir
Valgerður Bjarnadóttir 

Sérstaklega bendi ég á þá sem ég breytti lit á. Halldór Blöndal er formaður bankaráðsins!!!!!!!!!!!!!

Gylfi Magnússon taldi að í bankaráðinu ættu að sitja sérfræðingar í efnahagsmálum og helst einstaklingar erlendis frá með reynslu af þessum málu.

Bendi síðan á að aðalbankastjóri Seðlabankans er menntaður lögfræðingur.

Eftirfarandi má lesa á www.eyjan.is þar sem vísað er í ummæli Gylfa á ruv

Víkja þurfi frá bankaráði og stjórn bankans og setja faglegt bankaráð sem taki ákvarðanir í peningamálum og aðrar meiriháttar ákvarðanir. Í bankaráði þurfi nú helst að sitja sérfræðingar, erlendir og innlendir, sem áunnið hafi sér traust með verkum sínum. Gylfi sagði óvíst að þessi uppstokkun mundi duga en hún væri óhjákvæmileg því að stjórn og stefna Seðlabankans væri komin í þrot

Og hér er viðtalið við hann


mbl.is Vextir fara í 15,75%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Sammála þér í öllum atriðum þessa máls.Flokkslínumenn eiga ekki heima í bankaráði.Við þurfum að hafa sérfróða menn á öllum sviðum fjármálanna,sem fyrirtæki og allur almenningur treystir.

Kristján Pétursson, 10.4.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband