Leita í fréttum mbl.is

Við vissum nú þetta fyrir. Íslenskir fjárfestar eru upp til hópa svindlarar!

Þetta eru náttúrulega engar fréttir fyrir okkur Íslendinga við vissum þetta. Hér svindla allir eins og þeir mögulega geta.  

Frétt af mbl.is

  Ekstra Bladet segir viðskipti Íslendinga erlendis líkjast skattaundandrætti
Viðskipti | mbl.is | 29.10.2006 | 6:43
Íslendingar eiga meðal annars verslunarkeðjuna Magasin í Danmörku. Danska blaðið Ekstra Bladet hóf í dag boðaða umfjöllun sína um íslenska kaupsýslumenn og íslenskt viðskiptalíf. Blaðið segist m.a. hafa það eftir sérfræðingum, að kaup Íslendinga á fyrirtækjum í Danmörku, Svíþjóð og á Englandi líkist skattaundandrætti og peningaþvætti. Þá segir Ekstra Bladet, að Kaupþing banki hafi komið sér upp flóknu alþjóðlegu og leynilegu kerfi sem að hluta sé notað að tryggja að bankinn og viðskiptavinir hans þurfi ekki að greiða skatta.

Af visir.is

Blaðið ræddi einnig við Lars Bo Lagsted, prófessor í fyrirtækjarétti, en hann er sérfræðingur í efnahagsbrotum. Hann segir ýmsar skýringar geta verið á flóknu fyrirtækjaneti Íslendinga. Þeir geti verið að reyna að ná fram eins miklu skattahagræði og þeir geti án þess að gripið sé til ólöglegra aðferða. Svo geti verið að þeir vilji fela hvaðan féð komi og nota til þess fyrirtækjakeðjur til að hvítþvo peninga.

Þetta er náttúrulega með ólíkindum hversu mörg fyrirtæki er sett á fót.

Þeir verða að koma með eitthvað bitastæðara.


mbl.is Ekstra Bladet segir viðskipti Íslendinga erlendis líkjast skattaundandrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort íslenskir fjárfestar eru svindlarar eða ekki hefur enn ekki verið staðfest.
Hvaðan þeir fá fjármuni til að byrja með þykir mér mun áhugaverða; við hin sem berjumst í bökkum með hið daglega brauð, hina daglegu okurvexti auk hinna daglegu skatta gætum vel þegið svar við því.
Því spyr ég: hvaðan koma peningarnir?

kolbrún (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 15:12

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það einmitt það sem ég hef verið að velta fyrir mér í dag. Rökrætt það við nokkra. Sumir halda að þetta sé allt eðlilegt á meðan aðrir eru vissir um að peningum sé dælt eða hafi verið dælt inn mörg þessi fjárfestingafyrirtæki eftir óeðlilegum leiðum. Maður verður bara að bíða og sjá hvað kemur á morgun og næstu dag hjá Extrablaðinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.10.2006 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband