Leita í fréttum mbl.is

Held að fólk ætti að varast öfgar í samskiptum við Kína

Heyrði í hádeginu rætt við Baldur Þórhallsson sem staddur er í Kína. Hann sagði m.a. að fulltrúar ríkja ættu að hugsa um það vandlega áður en þeir hætta við að mæta á setningarathöfn Ólympíuleikana. Ólympíuleikarnir væru m.a. leið sem Kínverjar hefðu séð til að opna landið meira fyrir Vesturlöndum. Ég hallast að því að mannréttindi í Kína hafi á síðustu áratugum tekið nokkrum framförum og það sé helst því að þakka að samskipti Kína við umheiminn hafa aukist.

Með þessum fáránlegu árásum á Ólympíuedinn sem hafa verið í Evrópu erum við að þrýsta á andstöðu við Vesturlönd og um leið að loka á þá opnun sem orðið hefur í Kína.

Í frétt á www.ruv.issegir frá ummælum Dalai Lama. Hann ítrekar þar að hann sækist e

kki eftir fullum aðskilnaði við Kína. Hann vill að Tíbet verði sjálfstjórnar svæði með sjálfræði um sem flest atriði í ríkjasambandi við Kína.

af www.ruv.is

Dalai Lama: Ekki hunsa Ólympíuleika

Dalai Lama, útlægur leiðtogi Tíbeta, segist ekki hlynntur því að þjóðir heims sniðgangi Ólympíuleikana í Peking, hins vegar sé það leiðtogum þeirra í sjálfsvald sett hvort þeir verði viðstaddir setningarathöfnina. Þetta kom fram í viðtali Dalai Lama við fréttamenn NBC sjónvarpsstöðvarinnar.

Hann benti á að fleiri en Tíbetar byggju við lítil mannréttindi í Kína, þar sætu flestir þegnar við sama borð. Þá sagði hann af og frá að hann berðist fyrir sjálfstæði Tíbets og því færi fjarri að hann væri andvígur Kínverjum.

Stjórnvöld í Peking fordæmdu í morgun Evrópuþingið í Strassborg fyrir að hvetja menn til að hundsa setningarathöfn Ólympíuleikanna, ályktun þingsins væri ruddaleg, og gróf afskipti af innanríkismálum Kína.

 Hér má sjá viðtalið við Dalai Lama

Og hér er hægt að sjá viðtalið á prenti.

Auðvita er hræðilegt hvernig Kínverjar koma fram við Tíbeta en með svona mótmælaaðgerðum hjálpum við þeim lítið. Dalai bendir á það sem Tíbeta vantar er læknisþjónusta og mataraðstoð. Hann bendir á að það séu margir aðrir í Kína sem sæti svipaðri meðferð sem hann harmar.

 


mbl.is Kyndilhlaupi lokið án áfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband