Leita í fréttum mbl.is

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Nú í dag og í gær er verið að fjalla um mann sem hlaut dóm fyrir að nauðga þroskaheftri konu. Nú er farið að tala um þetta sem "Bjarkarásmálið"

Mér er svo gjörsamlega misboðið með þessari framsetningu. Vissulega vann maðurinn þar og konan sótti vinnu/þjálflun þangað. EN atburðurinn gerðist algjörlega utan þess staðar.  Það sem fréttamenn gleyma er m.a. að í Bjarkarás koma um kannski um 50 einstaklingar á dag til að vinna og hljóta þjálfun. Það er ekki gaman að fyrir þau að skynja að vinnustaður þeirra er kominn með svona stimpil á sig.

Þetta var atburður sem gerðist á Hjálpræðishernum. Afhverju er þetta ekki kallað "Hjápræðishersmálið"

Þetta væri eins og að kalla einhverja nauðgun. "Ríkisútvarpsmálið" Af því að þau hefðu einhvern tíman hist þar í andyrinu.

Það er nauðsynlegt að fjölmiðlar vandi sig við að flytja fréttir af svona hörmungarmálum. Þroskahamlað fólk vill vera stolt af sínum vinnustað eins og aðrir og þetta hjálpar ekki.

(Smá viðbót. Sá þessa frétt nú hér á mbl.is og þar er fjallað um þetta mál og gert alveg eins og best verður á kosið. Ekki getið um vinnustaðinn og þetta er flott. EN skaðinn er skeður því að það er frétt á ruv.is sem ég sá fyrst og þar er talað um "Bjarkarásmálið" og eins á visir.is )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband