Leita í fréttum mbl.is

Metójöfnuður á Íslandi?

Ef þetta skildi hafa farið framhjá einhverjum:

 af ruv.is

Metójöfnuður á Íslandi?

Skattastefna stjórnvalda á Íslandi er höfuðorsök þess að ójöfnuður eykst hér hraðar en á valdatíma einræðisherrans Augustos Pinochets í Chile. Þetta segir Stefán Ólafsson prófessor í viðtali við Fréttablaðið í dag. Stefán staðhæfir að ójöfnuður hafi aukist hraðar á Íslandi en í nokkru öðru vestrænu ríki undanfarna þrjá áratugi, og segir nýjar tölur frá Efnahags-og framfarastofnuninni, OECD, staðfesta þetta.

Þá er vitnað í fyrirlestur sem Stefán flutti á ársfundi Alþýðusambands Íslands um bág lífeyriskjör alþýðu manna hérlendis, þar séu Íslendingar undir meðaltali OECD þótt þeir séu fimmta til sjöunda ríkasta þjóð á Vesturlöndum. Stefán segir launþegahreyfingar nauðsynlegri en áður í hnattvæðingarumhverfi til að tryggja lífskjör almennings. Þrjú verkefni séu öðrum brýnni hér á landi: Að tryggja styttingu vinnutímans, að gjörbreyta skattastefnunni og bæta kjör lífeyrisþega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband