Leita í fréttum mbl.is

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna stilltur á Self-destrukt

Síðustu dag hefur maður orðið vitni að alveg svakalegum vandræðagangi. Það er eins og þetta fólk þarna í meirihluta geri sér ekki grein fyrir að þeir eru farnir að stjórna borg með yfir 100 þúsund íbúum.

Varðandi REI hefur maður heyrt síðustu daga:

  • Selja REI
  • EIga REI og bjóða einkaaðilum að koma þar inn
  • Ekki standa í áhættufjárfestingum erlendis
  • Formaður stjórna skrifar undir viljayfirlýsingar um verkefni í Afríku
  • Selja verkefnin frá REI
  • REI verði ráðgjafafyrirtæki
  • Og svo framvegis.

Það er eins og menn fái mikilmennskubrjálæði ef þeir komast í meirihluta í stjórn OR. Sbr. Hús orkuveitunnar.

Og eins er skrýtið að mönnum virðist bara alveg sama um milljarðana sem er búið að setja í REI. Talað um að þetta og hitt verkefnið gæti kostað einhver hundruð milljóna eins og það séu smá munir

 

Síðan er ekkert farið að vinna í málum brunarústanna á horni Lækjagötu og Austurstrætis. Búið að kaupa fleiri rústir upp á Laugarvegi. Það verður glæsilegt fyrir túrista að fara um miðbæinn næstu sumur.

Síðan má nefna vesenið varðandi Fríkirkjuveg 11 og Hallargarðinn.

Og svo þegar stóð til að stofna til 5 ára bekkja í Grunnskólum. Höfðu ekki reiknað með að það gæti reynst þessu litlu krílum erfitt að vera í skóla með krökkum upp að 16 ára aldri sem og að það var löngu búið að móta aðra stefnu í þessum málum.

Nú var ég að lesa á blogginu hennar Helgu Völuummæli frá fundi sem haldin var með fólki um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. En skv. henni á Gísli Marteinn að hafa sagt í umræðunum:

Þá á GMB að hafa sagt - þótt akfeit kona sé sett á háa hæla... er hún samt sem áður ljót!!!!

Held að það þurfi enga stjórnarandstöðu í Reykjavík.


mbl.is Ekki boðlegt borgarbúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband