Leita í fréttum mbl.is

Sögðu Bandaríkamenn varnarsamningnum upp?

Var að lesa frétt á ruv.is. Þar er Valgerður að tjá sig um að henni finnist að Bandaríkjamenn geti ekki verið með leiðindi í viðskipasamningum við okkur, því við hefðum brugðist svo vel við þegar þeir sögðu Varnarsamningnum upp einhliða. EN bíddu við sögðu þeir honum upp? Ég hélt að þeir hefðu bara farið burtu með þotur og liðið. Var ekki verið að skrifa undir viðauka við samninginn nú um daginn? Kannski er ég bara svona vitlaus! En svona hljómar fréttin á ruv.is

Ráðherra: Efi um að hvalveiðar hafi áhrif á samninga við BNA

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra trúir því ekki að hvalveiðar Íslendingar hafi áhrif á fríverslunarsamninga Íslands og Bandaríkjanna þótt þeim mislíki. Skilja má á ráðherranum að Íslendingar eigi betra skilið af hálfu Bandaríkjamanna eftir að hafa sýnt kurteisi við einhliða uppsögn varnarsamnings þjóðanna.

Valgerður segist ekki trúa því að Bandaríkjamenn láti hvalveiðar Íslendinga bitna á viðskiptasamningum milli þjóðanna, þótt þeir styðji ekki ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja veiðarnar á ný. Íslenska ríkisstjórnin hafi ekki látið einhliða ákvarðanir Bandaríkjamanna í varnarmálum bitna á samstarfi landanna og hún væntir þess að Bandaríkjamenn sýni samskonar afstöðu gagnvart ákvörðun sem Ísland hafi tekið nú. Ýmislegt getur komið upp í samstarfi þjóða, segir ráðherrann.

Kannski eru þetta mistök ruv manna! Sennilega hún virðist ekki segja að samningi hafi verið sagt upp.

En einhvernveginn finnst mér það að Bandaríkin fari með her í burtu frá okkur og semja svo um aðrar varnir sé sambærilegt við það að villja ekki gera fríverslunarsamning við okkur. Hún gleymir að forseti USA hefur leyfi skv. lögum til að beita okkur viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband