Leita í fréttum mbl.is

Er þessar refsiaðgerðir nokkuð að virka?

Frétt af mbl.is

  Fundað um refsiaðgerðir gagnvart N-Kóreu í næstu viku
Erlent | AP | 2.11.2006 | 19:05
Norður-kóreskir hermenn standa vörð við landamæri landsins... Tveir háttsettir embættismenn bandaríska utanríkisráðuneytisins munu funda með japönskum, kínverskum, rússneskum og suður-kóreskum embættismönnum varðandi útfærslu á þeim refsiaðgerðum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt að beita Norður-Kóreu

Ég hef verið að velta fyrir mér refsiaðgerðum. Er þær að virka? Þeim hefur verið beitt áður eins og í Írak í áratugi. Eina landið þar sem þetta virkaði eitthvða var Lýbía en þar voru menn með svo mikinn auð í olíu að þeir á endanum sömdu við alþjóðasamfélagið. Í Noður Kóreu er þegar nærri hungursneið þannig að þeir þola ekki allsherjar viðskiptabann. Mig rekur minni til að þetta eigi að vera bann við að selja þeim efni og áhöld sem þeir gætu notað í sprengjur, en er hræddur um að þeir séu búnir að koma sér upp þannig búnaði nú þegar.

Því er það að ég efast um þessar aðgerðir gagnvart þjóð sem leyft hefur verið að þróast þannig að hún er einangruð frá samfélagi þjóðana og stjórnað af einvaldi.

Ef að aðgerðinar eru víðtækar þá Þjappar það bara Norður Kóreubúum á bakvið stjórnvöld og aðgerðir þeirra.

Mín skoðun er að réttara sé að miða við hverning mál eru að þróast í Kína. En þar eru mál sífellt að þróast í átt að meiri mannréttindum og samskiptum við aðrar þjóðir. Þetta var gert með því að þjóðir sóttust eftir að eiga samskipti, viðskipti og önnur tengsl við þá.


mbl.is Fundað um refsiaðgerðir gagnvart N-Kóreu í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband