Leita í fréttum mbl.is

Þetta er það sem eldriborgarar kusu yfir sig

Það er nú gamalkunn staðreynd að eldra fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn. Enda var Sjálfstæðisflokkurinn við völd í áratugi hér áður í Reykjavík. Því er nú hægt að segja ykkur var nær:

NFS, 02. Nóvember 2006 19:03
Hækkun gjalda vegur að eldri borgurum

Félagar í Félagi eldri borgara í Reykjavík eru æfir vegna hækkunar þjónustugjalda sem samþykkt var af borgarráði og gerir í einu vetfangi að engu einu hækkun á kjörum þeirra á 11 árum.

Borgarráð samþykkti nýverið að hækka þjónustugjöld til eldri borgara um tæplega 9%. Hækkunin nær til heimaþjónustu, félagsstarfs, fæði og veitinga í félagsstarfi og þjónustugjalda fyrir þjónustuíbúðir aldraðra.

Í sumar tók gildi leiðrétting á kjörum aldraðra. Sú hækkun kom til vegna verðbólgu og mun hverfa samstundis vegna þessarar hækkunar á gjaldskrá segir Félag eldri borgara í Reykjavík.

Ólafur Ólafsson hjá landssambandi eldri borgara segir hækkunina koma verulega á óvart og ganga þvert á það sem borgarráð hefur gefið til kynna í málefnum aldraðra. Hann segir enn og aftur vera vegið að öldruðum sem í 70% tilfella eru lágtekjufólk, jafnan með mikla skattbyrgði.

Mómæli hafa verið send til borgarráðs og munu félagsmenn funda frekar um málið á næstu dögum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já og þetta gert um leið og þeir semja um að selja hlut í Landsvirkjun fyrir á 3 tug milljarða

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.11.2006 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband