Leita í fréttum mbl.is

Þarna fauk samúð mín með þessum aðgerðum vörubílstjóra

Þessi vitleysa sem varð í gær þegar að unglingum var útveguð egg til að kasta í lögreglu. Vitni tala um að komið hafi verið með þau í kassavís á staðinn. Og unglingum síðan hleypt í þau. Sem og þetta atvik í dag eru að mínu mati komin út í það að snúast um skrílslæti og fólk sem tekur þátt í þeim er ekkert tengt þessum málum. Í gær voru nemar úr Iðnskólanum í Hafnarfirði sem voru að dimitera mætt þarna á staðinn ásamt fjölda unglinga úr framhaldsskólum til að komast í smá læti og í fjölmiðla.

Held að þessi maður í dag hafi fyrirgert þeirri samúð sem fólk hafði með þeim. Hann kom með einhverjum bílstjóranum og kom málið ekkert við.. Og heyra svo í fólki hvetja hann áfram er með öllu óþolandi.

Sjá myndband á visir.is  

 

Einnig eru svona skilaboð náttúrulega vitni um að það eru veikir menn að æsast upp við þetta. EN þetta eru skilaboð send Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra:

„Þar sem ég finn ekki tolvupóstfangið þitt fannst mér ég verða að senda þér skilaboð hér. Ég vona af ollu minu hjarta að þú fáir banvænan og sársaukafullann sjúkdóm og lifir sem lengst í þjáningum, kannski gerir þér grein fyrir hversu mikil mannfýla þú ert undir þeim kringumstæðum, valdasjúkur ofbeldisseggur og geðsjúklingur. Þið ráðherrar og þingmenn þurfið að athuga ykkar gang.
Kveðja, Snorri. “

 Þannig að ef vörubílstjórar eiga svona vini þá þurfa þeir ekki halda að nokkur vilji semja við þá!


mbl.is Ráðist á lögregluþjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: doddý

sæll maggi

ég tek það fram að ég styð ekki stefnu dómsmálaráðherra að koma á fót sérsveit eða nokkuð annað í þeirri mynd. það sem hefur gerst og undið upp á sig vegna mótmæli trukkabílstjóra kallar einmitt fram það versta í hugum ráðamanna - nú telur björn bjarnason örugglega ríka ástæðu til að stofna litla einkaherinn sinn og skýlir sér bakvið þetta upphlaup. eldsneytisverðið er orðið algert aukaatriði.

kv d

doddý, 24.4.2008 kl. 18:50

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Alveg sammála þér. Hef verið alfarið á móti því að hér yrðii her eða óeirðarlögregla en nú fá Björn og co vopn í baráttuna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.4.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband